A 135 - Enn einn bæna sálmur af Faðir vor | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 135 - Enn einn bæna sálmur af Faðir vor

Fyrsta ljóðlína:Faðir vor sem á himnum ert
bls.Bl. LXXXIIJv-LXXXIVv
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBccBddEffE
Viðm.ártal:≈ 0
Enn einn bæna sálmur af Faðir vor
Með það lag: Adams barn.

1.
Faðir vor sem á himnum ert,
heyr nú neyð og mótlæti vort,
á þig alleina köllum,
í sannleika og anda með,
eins sem oss son þinn Kristur réð,
biðjum af huga öllum.
Þú ert faðir, vér börnin þín,
þú á himnum, vér Adams kyn,
erum í eymd á jörðu.
Því sjá* ofan með ást og náð,
að trúum rétt og vonum það
fyrir Krist hólpnir verðum.
2.
Þitt nafn alleina heilagt er,
oss kristna lát það jafnan hér
heiðra, hefja og virða.
Fyrir þinn son, vorn frelsara,
faðir vert þú oss ætíð hjá,
við synd og villu forða.
Ill völd óvina af tak nú,
að í kærleik og réttri trú
til vor komi þitt ríki.
Blessað flekklaust þér þóknast* það,
því gef oss heilags anda náð,
að lifum svo þér líki.
3.
Verði þinn vilji, eigi vor,
veit oss bæn þessa, faðir kær,
því þú einn ert vor Herra.
Allt á himnum er hlýðir þér,
hjálp oss að jafnan kynnum vér
á jörðu eins að gjöra.
Allt er það vont sem þú ei vilt
en hold og blóð æ girnist illt,
það vitum vér og játum.
Gef að þér fylgjum gjarnan rétt,
gjörum það æ sem hefur þú sett,
af vorum vilja látum.
4.
Mjög gengur oss í heimi hart,
hvörn dag vantar oss auma margt,
vora björg vilt þú gefa.
Þín mildi seður þurftugt líf,
þú veitir sálum vernd og hlíf,
því eigum þig að lofa.
Gef oss í dag vort dagligt brauð,
dramb, ágirnd, sorg og hungurs nauð
lát þú fjærri oss vera.
Holdið metti þín milda hönd,
með þínu orði fóðra önd,
ást þína að kunngjöra.
5.
Fyrirgef þú oss, faðir vor,
fjöldann synda og brotin stór,
sem vér dagliga vinnum.
Gef að iðrunst af öllum hug,
illgjörðir vorar hötum mjög
og vel við skiljast kynnum.
Og fyrirgefum öllum þeim
sem oss móðga að hér í heim
við öngvan ósátt höfum,
heldur kærleik og hreinan frið
höldum eftir vors föðurs sið,
að heiðrum hann og lofum.
6.
Herra, oss liggur á því frekt,
að þú gefir oss frið og spekt
í samvisku og huga,
við orð þín hart að höldum oss,
hvönær sem kemur nokkur kross,
kynnum hann yfirbuga.
Hjálp oss, faðir, svo freisting nein
frá þér ei leiði börnin þín
í vantrú, synd né villu,
djöfuls, heimsins og holdsins ráð
hindra og eyð með þinni náð,
frels oss frá öllu illu.
Amen.

* 1.10 Leiðrétt með hliðsjón af 1619, opna 93, mjög greinilega ritað svona þar.
* 2.10 Leiðrétt með hliðsjón af 1619, opna 93, mjög greinilega ritað svona þar.