A 128 - Annar lofsöngur út af postulligri trúarjátning | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 128 - Annar lofsöngur út af postulligri trúarjátning

Fyrsta ljóðlína:Eg trúi á Guð föður þann
bls.Bl. LXXVIIJv-LXXIXr
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) ferkvætt: aabbcc
Viðm.ártal:≈ 0
Annar lofsöngur út af postulligri trúarjátning
Við lag: Faðir vor, þú á himnum ert.

1.
Eg trúi á Guð föður þann
almáttuga og skaparann
himins og jarðar, hvör oss vel,
hlífir, frelsar af allri kvöl,
líf, sál og fæðu fær oss hér,
fyrir sinn son vor vinur er.
2.
Eg trúi og á Jesúm Krist,
eingetinn Guðs son er hann víst,
fyrir upphaf af föður þeim
fæddur með hvörjum gjörði heim
Herra vor sem af himnum sté
heims syndir á sig leggjandi.
3.
Getinn af helgum anda var,
eins sem Gabríel boðskap bar,
jómfrú María fæddi þann
frelsara, sannan Guð og mann,
fræddi oss vel um föður sinn,
fyrir guðspjalla sannleikinn.
4.
Undir pontverskum Pílató,
píndur, krossfestur fyrir oss dó,
með sinni fórn hefur fullnað gjört
fyrir synd og ranglæti vort.
Hans dauði, písl og blessað blóð,
bjargaði oss af allri nauð.
5.
Andaður lá í gröfinni
og til helvítis niður sté,
djöfuls verk braut og myrkra mátt,
með fjötrum svo sterkliga batt,
aldri síðan óvinurinn
orkar að skaða Jesús menn.
6.
Á þriðja degi uppreis hann,
af dauða, hvörn þá yfirvann,
með hæstri dýrð til himna fór,
hans sigurflokkur var mjög stór.
Situr við föðurs hægri hlið,
hlífir, stjórnar og fær oss frið.
7.
Á efsta degi Drottinn sá
dýrðlegur þaðan koma á,
að dæma sjálfur allt mannkyn,
útgreiði hvörjum launin sín,
trúuðum gefur gleði og hvíld,
guðlausum kvöl og vítiseld.
8.
Trúi eg, Guð, helgan anda á,
af föður og syni framgekk sá,
sem fyrir spámenn sagði fyrr,
sannleik guðligan oss birtir,
vorum anda það vitni fær
vér séum Guðs börn honum kær.
9.
Trúi eg, ein kristni almennt sé
og hennar höfuð vor lausnari,
hann er þeim söfnuð ætíð nær,
orð sín og sakramenti þeim fær,
samneyti er þeim öllum eitt,
í náð og andar gáfum veitt.
10.
Trúi eg að fyrir Jesúm Krist,
allar oss syndir fyrirgefist,
sem með hans blóði borgað er,
í blessað nafn hans skírunst hér,
hreinir svo fyrir sanna trú,
sáttir við Guð vér verðum nú.
11.
Eg trúi að allt mannligt hold
ei liggi jafnan dautt í mold,
heldur upprísi á efsta dag,
eilíft líf fær og tignar hag,
hjá Guð dýrð í himnavist,
hreppum ætíð með Jesú Krist.
12.
Hvör sem trú þessa hefur traust,
hann er í Guðs náð efalaust,
þolugur, gjarnan gjörir sá,
góðverkin mest sem orka má,
trúar grundvöllur Guðs son kær,
gef þessu jafnan höldum vær.