A 118 - Einn andlegur lofsöngur, að syngja fyrir upphaf á kristiligum fræðum þegar þau eru predikuð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 118 - Einn andlegur lofsöngur, að syngja fyrir upphaf á kristiligum fræðum þegar þau eru predikuð

Fyrsta ljóðlína:Drottinn, út send nú anda þinn
bls.Bl. LXXIJv-LXXIIJr
Bragarháttur:Tólf línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aaBccBddEffE
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Með þessum sálmi hefst annar partur sálmabókarinnar eins og fram kemur í þessari fyrirsögn framan við hann: 

„Cathechismus

       Sá annar partur þessarar sálmabókar hefur inni að halda andligar vísur og lofsöngva, út af kristiligum fræðum og barnalærdómi“

Einn andlegur lofsöngur, að syngja fyrir upphaf á kristiligum fræðum þegar þau eru predikuð
Má syngja svo sem: Adams barn, synd þín.
D. Joh. Zwich.

1.
Drottinn, út send nú anda þinn,
ást og náð í vor hjörtu inn,
svo þínum sannleik trúum,
gef oss þann skilning, hjarta, hug,
heilög orð þín að girnunst mjög,
eflaust til þín oss snúum.
Ó, Guð, vor faðir, gef þá náð,
gjörðir, fráhvarf og allt vort ráð,
verði til lofs þér einum.
Alla hindrun lát hverfa frá,
hvað efla kann, oss lát nú fá,
að ganga á vegi þínum.
2.
Drottinn, árla uppvek oss vel,
ei vitum vér hvað löng er dvöl,
nær linna lífsins stundir.
Kenn oss frið, ótta, elsku, trú,
anda þinn lát oss nýja nú,
svo jafnan hötum syndir.
Röngum lærdóm oss vari við,
veraldar flærð og ljótum sið,
að ei kunni oss blinda.
Sína miskunn oss sendi hér,
svo sálarfögnuð erfum vér
og styrki oss allt til enda.