A 114 - Magnificat. Lofsöngur Maríu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 114 - Magnificat. Lofsöngur Maríu

Fyrsta ljóðlína:Lof söng Guði mey Máríá
bls.Bl. LXXv
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt: aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Magnificat. Lofsöngur Maríu
Má syngja svo sem: Blessaður að eilífu.

1.
Lof söng Guði mey Máríá:
Mín sál vorn Drottin tignar,
hjálpræði mitt er Herra sá,
honum minn andi fagnar.
Mig virðist sjá, þó væri smá,
af miskunn ambátt sína.
Héðan í frá, hvör ætt mun tjá,
sætliga sælu mína.
2.
Voldugur Drottinn veitti mér
vegliga dásemd hreina,
hans nafn sannliga heilagt er,
heiðrum vér það alleina.
Og miskunn hans mun víst til sanns
halda, blessa og hlífa,
ætíð í heim ættkvíslum þeim,
sem í hans ótta blífa.
3.
Sjálfur Guð vildi mestu makt
með sínum armi gjöra
og því drambláta eyðilagt
í hugsun hjarta þeirra.
Af stóli hratt höfðingjum bratt
en upphóf lítilláta.
Hungraða mest hann* saddi best, [Leiðrétt vegna stuðla KE]
ríkum ei vildi veita.
4.
Sinn eigin þjón, lýð Ísrael,
að sér nú tók með mildi,
miskunnar sinnar minntist vel,
mestu náð veita vildi.
Fram koma lét sem forðum hét
frelsarann þeim að senda.
Allt kom það fram við Abraham
og hans sæði án enda.
5.
Dýrð Guði, föður og syni sé
sungin og heilögum anda,
eins sem hún var að et. [upphafe
oss veiti náð að standa
vel á hans veg en varast mjög
synd, djöful, hold og heiminn.
Guð gefi það hans höldum náð,
syngjum nú allir amen.] [??? KE]