A 110 - Annað Benedictus - hér | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 110 - Annað Benedictus - hér

Fyrsta ljóðlína:Blessaður sé vor Herra
bls.Bl. LXVIIJr-v
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) þrí- og ferkvætt:AbAbCCb
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Annað Benedictus
Má syngja svo sem: Jesús Guðs son

1.
Blessaður sé vor Herra,
sá Guð í Ísrael,
til fólks síns vildi fara
og frelsa það af kvöl.
Hjálpræðis horn upp vakti,
hann oss af Davíðs slekti
þénara sér þekka vel.
2.
Sem áður hét með orðum
fyrir eiginna þjóna munn,
sem verið hafa forðum
heilagir spádómsmenn,
að af óvina valdi
og heiftar manna haldi
leysa vildi lýðinn sinn.
3.
Vægð að vildi gjöra
vorum forfeðrum þá,
minnugur með því vera,
merka tryggð sína á.
Og að sór eið þar meður
Abraham vorum feður,
ástgjöf þessa oss að fá.
4.
Að hann skyldi oss kvitta
óvina hendur við,
að þjónum honum án ótta
um alla lífsins tíð.
Í hreinum heilagleika
hvað honum best mun líka
og réttlætis sönnum sið.
5.
Spámaður Herrans hæsta,
heiti þitt sveinbarn er,
undan gengur hið næsta
ásjónu Drottins hér.
Veg honum vel að búa,
til visku hjálpræðis snúa,
lýð hans mun ætlað þér.
6.
Syndum að sviptast skyldi
sérhvör sem hefði trú,
fyrir þá mjúku mildi
mönnum Guð veitir þú,
hvar af hér virðist koma
hjálpræðis sólin fróma,
af hæstri hæð útgengur sú.
7.
Að upplýsa og hugga
aumliga fanginn lýð
í dauðans ógn og skugga
andligri kvöl og neyð.
Og fætur vora að færa
fyrir það ljósið skæra,
fram á rétta friðarleið.
8.
Heiður sé Guði sönnum,
sæta náð oss veitti víst,
af ást gaf aumum mönnum
einka son sinn Jesúm Krist.
Svo að af syndum létum
og Satan unnið getum,
hefðum líf og himnavist.
Amen.