A 108 - Aeterno gratis patri | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 108 - Aeterno gratis patri

Fyrsta ljóðlína:Eilífum föður öll hans hjörð
bls.Bl. LXVIIr-v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Yfir fyrirsögn stenfdur: „Á Jónsmessubabtiste“
Hymn. Aeterno gratias patri
Má syngja eins sem: Ad coenam.
Phil. Mel.

1.
Eilífum föður öll hans hjörð,
af hjarta syngi þakkargjörð,
með sinnar náðar sætu orð
sendi Johannem oss á jörð.
2.
Hann bauð öllum að hafna synd,
hræddi dramblátra manna lund,
hæsta dómarans fengi fund
fram til þess væri lítil stund.
3.
Hér með þá lýður hræddur var,
hjálparveg sannan predikar,
sjálft lamb með fingri sýndi þar,
sem mannkyn við Guð forlíkar.
4.
Stöðugur þennan boðskap ber,
birti Krists komu fylgja sér,
eins sem dags stjarna undan fer,
uppgöngu sólar kunngjörer.
5.
Farísearnir fróman mann
fengu ei beygt né anda þann,
Elías annan höldum hann,
hræsni djarfliga straffa kann.
6.
Ó, faðir, þig áköllum vér,
að þú vor hjörtu uppveker
svo efalaust trúum allir þér,
eins sem Jóhannes vitni ber.