A 101 - Hymn. Adesto sancta trinitas | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 101 - Hymn. Adesto sancta trinitas

Fyrsta ljóðlína:Heilaga þrenning hjá oss sért
bls.Bl. LXIIJr-v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Sálmar
Hymn. Adesto sancta trinitas
Má syngja svo sem: O, lux beata.

1.
Heilaga þrenning hjá oss sért,
hæst guðdóms tign sem samjöfn ert.
Á öllum hlutum ert þú ein
upphaf sem fylgir ei ending nein.
2.
Öll himna fylking heilaglig,
heiðrar, tilbiður og lofar þig,
þar með þríhlutuð veröld víð
vegsamar þig á hvörri tíð.
3.
Einninn vér aumir erum nær,
áköllum þig, vor Herra kær,
auðmjúkra bænir, ást og trú,
með engla lofgjörð þiggir nú.
4.
Eitt ljós þig trúum allir vér,
í þrenningu hvað heiðrað er,
upphaf og enda þekkjum þig,
þann skepnan lofar hvör um sig.
5.
Lof Guði föður eilífum,
lof sé hans syni eingetnum,
lof helgum anda æ sé téð,
einum Guði og þrennum með.