A 077 - Hymn. Jhesu, nostra redemtio | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 077 - Hymn. Jhesu, nostra redemtio

Fyrsta ljóðlína:Jesú, endurlausnin vor
bls.Bl. LIv-LIJrv
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Jesú, endurlausnin vor
ertu og hjartans girndin stór.
Skapari allrar skepnu sá
í skírum manndómi lét sig sjá.
2.
Mesta þig þar til mildin dró,
misgjörðir vorar að bera svo,
holdsins þolandi harðan deyð,
hvar með oss leysti af dauðans neyð.
3.
Helvítis gegnum hliðin gekk,
hertekna sína frelsað fékk.
Sigurvegarinn við merkið mætt
með föður situr á himnum hátt.
4.
Þín góðvild til þess þrengdi þér,
þíns fólks að bera misgjörðer,
þyrma oss og svo þar með ljá,
þitt milda auglit mættum sjá.
5.
Herrann Kristum nú heiðrum vér,
hvör að af dauða upprisinn er,
föður og helgum anda með
í öllum löndum lof sé téð.