Enn eitt brúðhjónavers | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Enn eitt brúðhjónavers

Fyrsta ljóðlína:Hér sem vín / á hjónaskál er nú skenkt,
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.349
Viðm.ártal:≈ 0
Enn eitt brúðhjónavers
Tón: Þeir þrír menn etc.

Hér sem vín
á hjónaskál er nú skenkt,
ósk er mín
af slíkri skikkun þenkt,
að Jesú Kristi blessað blóð
úr benjum hans runnið
drykki ykkur, guðs börn góð,
svo glöð vera kunnið.
Sálunum
svali það ykkar best
í þrautunum,
þegar á liggur mest,
og dauðanum,
þá dynur að meinið flest,
guð veri ykkar gleðivín;
:,: blessi ykkur, brúðhjón ung,
brúðguminn Jesús :,: