Stund einskis, stund alls [E] | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stund einskis, stund alls [E]

Fyrsta ljóðlína:Hvers mega sín orð ljóðsins?
bls.45-51
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 0
I

Hvers mega sín orð ljóðsins?
Stálið hefur vængjast
og flýgur
langt út fyrir heimkynni arnarins.
Hvers mega sín orð þess?

Brostið net ljóðsins?
Gert af kattarins dyn
bjargs rótum.

Ó dagar
þegar heimurinn var fiskur
í vörpu ljóðsins.

II

Skoplitla þjóð
undir stórum himni
vorborinnar sögu.

Á vængjum fortíðarinnar
bar þig til móts við frelsi þitt
— draum þinn
og landið
véberg í hafinu.

Bíður þú nú flóðsins
bundin í sker?

III

Hvílík herleiðing
út í eyðimörkina.

Við drögum fram lífið
á visku
vígorðanna.
Og hlutirnir í röð
eins og nótt og dagur
staðfastur móthverfur
steinn
blóm.
Dauði og líf byggja sjálfstæð ríki.

Hvílík herleiðing
að heiman
út í eyðimörkina.

IV

Hendingar mínar
höndlið líf vorsins!
þreyjulaus árvötn
þungaðar moldir
hiklausa fugla í skýjum.

því kaldir stormar
munu koma til borgarinnar
hungraðir í lauf trjánna
og lygnu vatnsins
hungraðir í þakið
yfir höfði mér.

V

Eldlega hugsun
hvað dvelur þig?

Varpaðu logum þínum
á líf þessa dags:
okkar hvarflandi vogun
hikandi sannfæringu
hugsjónarlausa orð.

Brenndu til ösku
þetta aðsetur lyginnar
þetta hreiður hégómans.

VI

Hægt og hægt
fjúka fjöllin burt
í fangi vindanna
streyma fjöllin burt
í örmum vatnanna.

Hægt og hægt
ber him þinn úr stað.

VI

Undarleg dögun
andspænis þögnuðum guði
eldast mín augu
líður líf mitt hjá.

Undarleg:
tími, merktur tvídrægum vilja og ugg
mettur af ysta myrkri

og þó svo göfugur
þó svo fagur
og þó svo nýr.