Dag 31. Dec 1786* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Dag 31. Dec 1786*

Fyrsta ljóðlína:Komið er nú á enda ár
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.225
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1786
Komið er nú á enda ár;
eilíf Drottins gæskan klár
öll vor telur höfuðhár,
hjálpar, styrkir, leiðir,
varðveitir menn fría við fár,
fríðar sendir jólaskrár, [?]
um vorn Herra spektarspár [?]
og spjöll þau vítt úr breiðir
og fyrir hans blessuð bænatár [?]
og signuð sár
sinna vegu greiðir.