Páll minn góði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Páll minn góði

Fyrsta ljóðlína:Ef við hana og hennar raust
bls.225
Bragarháttur:Ferskeytla án forliða
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

„Úr bréfi til Páls Ólafssonar“
1.
Ef við hana og hennar raust
heim til okkar seiðum,
varla fegra vor og haust
verður á öðrum leiðum.
2.
Þér er það, Páll minn, þrautasýn
þegar hún fer í æginn,
eins og blindu augun þín
elskuðu ljósa daginn.
3.
Ég er hérna að halda jól
hinum vinum mínum,
meðan kannske síðsta sól
sígur af augum þínum.