Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þorsteins rímur á Stokkseyri 2

Þorsteins rímur á Stokkseyri – Seinni ríma

ÞORSTEINS RÍMUR Á STOKKSEYRI
Fyrsta ljóðlína:Geta vilda ég greint þann óð
Viðm.ártal:≈ 1400–1550
Flokkur:Rímur
1.
Geta vilda ég greint þann óð,
gamna mætta ég stoltri þjóð.
Er svo ógreitt orðbragð mitt,
ekki tel ég það góðan kvitt.
2.
Von er engin að veiga gátt
veita megi ég óðar þátt,
þó hreyti kornið hyggju í
hægt er ekki að sæða því.
3.
Þó eg bangi um brúðir spil
bjóða skal ég þar öðrum til
ljóð að kveikja af litlri baun
líst mér engin meiri raun.
4.
Hinum sem aukast akurinn kann
auðþöll hverja tælir hann,
yrkir jafnan óðar vín
sá yndið fær af silki Lín.
5.
Þannig lyktast þetta tal,
þó hef ég lítið orða val,
annars hafa mig ýtar beitt,
ekki mun það ganga greitt.
6.
Berlings hef ég bruggað auð,
bónda sonur að ýtum bauð,
þegnum veitti hann þýðan seim,
Þorbjörn kemur frá veislu heim.


Athugagreinar

Haukur Þorgeirsson sló inn eftir handritinu. Aðeins eru varðveittar fyrstu 6 vísur rímunnar. Handritið er Krossnessbók. Sjötta vísan er prentuð á bls. 464 í bók Björns Karels Þórólfssonar, Rímur fyrir 1600.
2.2 ég] hdr. er
6.4 frá] tilgáta Björns Karels Þórólfssonar, orðið er ekki í handritinu