Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ríma af enskum stúdent

Fyrsta ljóðlína:Ansa eg þannig ykkur fljóð
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Rímur
1.
Ansa eg þannig ykkur fljóð
sem aftakið ég þegi:
Gefið í ranni hér til hljóð,
heyrið það eg segi.
2.
Fálki Rögners floginn er
fyrir stundarkorni,
ég held ögn að sækja sér
sjálfu af Þundar horni.
3.
Vélið stýfði og vængi dró,
var sem skammt til sæi,
lágt með þýfðum þagnarmó
í þungfærara lagi.
4.
Þó hann lúinn þreytti sveim
og þrekið veika skerði,
ef svo búinn hrekst í heim
heppnin ykkar verði.
5.
Að því trúi eg öldin glöð
orði stinga vinnur,
hvað eg nú sé Hárs á mjöð,
hundslega orðinn svinnur.
6.
Von er hringa verði gná,
verk þegar launin jafnar,
tilfinningarleysið lá
þeim lukku sinni hafnar.
7.
Maklega undrast baugabil
breytni dáða sljóva
að á ég Þundar afla til
önd og fjöri sóa.
8.
Fyrir það kaup svo vænt er víst
vönduðum þreytast óði,
Yggs fyrir staup er ofgjört síst
eg þó sveitist blóði.
9.
Einn að ljái lof til snjallt,
lasti tíu úr hófi,
heimskir lái hrósvert allt
en hyggnir feilin prófi.
10.
Og einhver næði munnur manns
mér yfir nöldra dauðum:
Hér er, bræður! leirskáld lands
leiri þakið rauðum.
11.
Eg hefi hress á Yggjar kvon
aflað Durnis bjarga
og upp á þessa virkta von
vandað stöku marga.
12.
Samt ei drifið mærð svo mjög
margra er kjósa hugir;
en hygginn yfir heimskum lög
hefur, og þetta dugir.
13.
Slíkt má játa fyrir flón
forþénustu súra,
að í þann máta er ykkar bón
enn mín réttarsnúra.
14.
Þar um masa þörf svo rýr
þó mér nú til beri.
Engelskt las eg ævintýr
eitt af dönsku kveri.
15.
Konungs Ása kjói greitt
kom svo veginn skemmsta
og hafði Kvásis blóði bleytt
broddinn tungu fremsta.
16.
Fer eg svo þilja, baugabil,
brag af efnis greyi
og læt mér skiljast lítils til
lítið duga megi.
* * *
17.
Ljósa fjarðar tróðu tjá,
tilfelli skal ríma,
Englands jarðar jöfurs frá
Jakobs annars tíma.
18.
Letrið saga sveit fær téð
sem af mærð skal laga,
trúarbragða blandan með
Bretum í þá daga.
19.
Evangelísk endurbót
upp þegar kom með happi
sumir vel þar sig á mót
settu henni af kappi.
20.
Svo fyrir mengi milli bar
megn var styrjöld búin,
helst og lengi á láði þar
leiðst því páfatrúin.
21.
Löngum gaf það illan arð,
oft var margs að gæta.
Stjórnin af því stundum varð
sterkum vanda sæta.
22.
Eðalstandið ei hvað síst
átti slæmar þrætur.
Hjónabandið hlutu óvíst
höfðingsmanna dætur.
23.
Aðalsmeyjar ást ef náð
umkomulaus gat drengur
gaf hann ei um gifturáð,
glyslegur þótti fengur.
24.
Burtu lunka vífið vann –
veiða þóttust framann –
einhvern munk í flýti fann
er fljótt þau vígði saman.
25.
Eðalstandið stórt leið skarð,
stýrði ringum gæðum.
Ektabandið einatt varð
eftir kringumstæðum.
26.
Hjónabandið þetta því
þaðan af vífin gistu;
rötuðu standið armóðs í,
auð og virðing misstu.
27.
Öllum leiddist óreglan
uns meðstjórnin tyggja
sig til neydda sjálfa fann
sömu að fyrirbyggja.
28.
Þótti ei henta að þegja við
þengils stjórnar ráði,
parlament um sagðan sið
samkomu hélt á láði.
29.
Tilhalds sprunda tjeða skemmd
tignir hreint afsögðu,
og hafi hún stundum heyrst þar nefnd
henging viður lögðu.
30.
Grams innsigli sterki styrkt,
ströng var fororðningin:
Ei svo mygli brátt var birt
byggða láðs um hringinn.
31.
Frelsið þverrað, þetta sést,
þegna máttarrýrri.
Einn ráðherrann olli mest
aðgjörð stjórnar nýrri.
32.
Einkadóttir eina sá
átti geymir laga,
og mun hafa óttast mens ef gná
mætti tjáðum baga.
33.
Dáðum búna vífið var
vert til sóma að efla
því Lundúna borg ei bar
bjartari sunnu refla.
34.
Faðirinn samt ei frétti par
fljóði neinn að unni;
stúdent skammt í staðnum var
straums frá ljómagunni.
35.
Félaus var en fékk þó nafn
framt í menntasökum,
lærdóm bar og listasafn
langt af sínum mökum.
36.
Hans var faðir höfðingi
hers af þengils lýði
en missti glaður fjör og fé
föðurlands vegna í stríði.
37.
Meyjan unni meiðir fleins,
minnst þó sást á vífi,
seims og gunni sveinninn eins
sínu meir en lífi.
38.
Vildu fegin utan ef
ektastandið kanna,
en kom í veginn kónglegt bréf,
kennt þó föður svanna.
39.
Þeim að líkum brá í brún,
bæði fylltust trega.
Samt ei slíku hann né hún
hreyfði merkjanlega.
40.
Hals og nönnu hrings um sinn
hyggju sorg vill buga;
vóx að sönnu varsemin
en vendi ei ást úr huga.
41.
Þankans fatast frelsi mjög
þeim fjötur ástar vöfðu;
yfir þeim gat hún lesið lög
er líftjóns einnig kröfðu.
42.
Kort þegar fundust kom saman
kvisti baugs og vífi
fyrir sprundið hlyti hann
hreint að voga lífi.
43.
Halur lengi heilann braut,
ef hamingja til vill duga,
hversu hann fengi þessa þraut
þenkt að yfirbuga.
44.
Víðlent stræti vonar kring
valinn Hárs lét sveima,
eins hvar gæti örvænting
til einhvers látið dreyma.
45.
Treysti eg mér og síður sveins
sök að klaga en fegra;
reynt hefur verið annað eins
og ekki breytilegra.
46.
Loksins svinnur leyfis bað
lávarður mennta skóla
að ganga og finna í glæstum stað
gæðing tjáðan sjóla.
47.
Hann fékk það en nefndi ei neit
nema lærdómssakir;
þar í stað gat ei um eitt
yfir sem þankinn vakir.
48.
Ræðum hrærði hávísan
höld og stórgöfugan
er efni í lærðan leit hér mann,
líka skarpsinnugan.
49.
Glæstra mennta gömlum vin,
glituðum vísdóms prjáli,
virtistt henta og var ei kyn
við hann koma að máli.
50.
Flestra blekkti fálu þey
fljóð þó halur kyssi;
hvort þau þekktust eður ei
enginn maður vissi.
51.
Margoft ræddust meira við
og málkunnugir urðu
lofðar gæddir gáfna snið
gegna er þótti furðu.
52.
Hirðir menja hitta þá
herrann eitt sinn náði,
fremur venju fæð sér á
fékk nú sýnt með ráði.
53.
Spurði listugt ljúfmennið
lund hans nú hvað beygir!
Sveinninn tvisti verður við
voldugs spurn og segir:
54.
„Aldrei kem ég aftur hér,
eydd er sæmd og friður,
mitt ef nema fyrir fér
fái hjálp af yður.“
55.
Svara þegni þýtt réð hinn:
„Þetta er illa farið“.
Hér næst fregnar höfðinginn:
„Hvernig er því varið?“
56.
Ansar hinn: „Ég ást á hef
eðallegu vífi,
dáðasvinnu en döglings bréf
dæmir mig frá lífi.“
57.
Herrann þegar hast gaf svar:
„Hvað er slíkt að frétta,
temmilega vitlaust var
að voga sér í þetta.
58.
Fæ eg í grun þó augum í
allvel glansi svanninn
hentast mun að hugsa af því
hana að ekta þanninn.
59.
Svoddan glanna stytt er starf;
styrklaus hver einn drengur
má ske annað ekki þarf
en ætla sér það lengur.
60.
Eg kann sverja að engin rök
eru þig stoðandi;
og að verja svoddan sök
sómdi ei mínu standi.
61.
Hér við dafnar hneisa verst,
hara skikkan stinna,
mínu nafni mörkuð sést
og meðdómenda hinna.“
62.
„Vitið herra“! –ver kvað fleins –
„við er mér búið grandi,
hitt þó verra, hún er eins,
og hálfu meir rasandi
63.
Nær sem skyldi virkta víf
vera gefið manni,
sitt það gilda – segir hún – líf,
svo er ég eins í banni.“
64.
Seims er láðin svo mér kær;
síst eg stund þá kjöri,
mér er áður miklu nær
mínu að tapa fjöri.
65.
Mikið vinnur mér til blóðs
meyjar faðir nýtur,
að eðalsinnaðs faðmi fljóðs
fastan af mig slítur.
66.
Mundi eg hér um minna fást
og minnkaði ráðfæringin
hefð ei verið okkar ást
eldri en fororðningin.“
67.
„Líst mér ei á lestur þinn“,
lystugt tér mannvalið,
„þessu smeygir elskan inn,
allt er þetta galið.
68.
Eins þó faðir íturs vífs
ykkur vildi náða,
verður það ei þér til lífs,
því má hann ei ráða.
69.
Hér um spjalla er héðan af seint,
hefur sá óskar brekið,
því fyrir allar æðar hreint
er með þetta tekið.
70.
Skárra er hálfu að verja víg,
– voldugur hjalið brýndi –
horfðu á sjálfur hvort eg lýg“,
og honum skjalið sýndi.
71.
Tók við hinn og téða skrá
tímakorn [á] horfði,
listasvinnur loks nam tjá:
„Leikur er enn á borði.“
72.
Hastur spyr að höfðinginn:
„Hvað kann sök þá villa?
Hvað ber fyrir þanka þinn?
Þetta skilst mér illa.“
73.
Þegninn slyngur þá svo tér:
„Það vil eg gjarnan segja,
leiðrétting ef lofið mér,
líka hinu að þegja.“
74.
„Þér skal eg ráða heilt og hreint“, –
herrann svar réð búa –
„allt hið tjáða láta leynt
líka ef mér vilt trúa.“
75.
„Sé eg vel,“ fær sveinninn téð,
„sá er fjörs í banni
nú sem vélar valdi með
víf af föðurs ranni.“
76.
Hvernig fer ef meyja mann
mektug nauðgan tekur;
getið þér þá haldið hann
hér við dæmist sekur.?“
77.
Gefur drótt því öfugt ans
að orki ei slíku meyja,
kann ske dóttir mektugs manns
er mikið hefði að segja.“
78.
Gekk sem viltur ráfi í reyk
ráðgjafinn lengi og þagði,
þenkti stillt um þennan leik,
þá með undrun sagði:
79.
„Leiki þetta listugt mær,
lætur hún sjá sinn vilja
en yfir það réttur enginn nær
eg svo megi skilja.
80.
Hindrast annars innföll slík
illa af nefndum lögum,
sá til kann með sigluflík
sigrar storm í slögum.
81.
En þessa hlýtur mektar mey
myndug vitni bæri
að háskalítið hafirðu ei
haft neitt undanfæri.
82.
Næðu saman seimgrund keik
og sendir hafnar roða
eg hefi gaman af þeim leik
útfallið að skoða.“
83.
„Þar mig eggið“, þegninn tér,
„þau á hættu efni,
vona eg leggið liðs orð mér
líns og hýrri gefni.“
84.
„Reyna skal“, kvað ráðherrann,
„rekkar brátt hvort frétta
víst að hal og vífi hann
verði fyrir þetta.“
85.
„Leik þann skakka,“ baugs kvað bör,
„bæði kunna og vilja.“
Hlýleg þakkar sveinninn svör,
svo með blíðu skilja.
86.
Hann sem skrafað gat til gagns
og gáfna notið sinna,
nú mun hafa leitað lags
líns[p]öng hljótt að finna.
87.
Mær og rekkur orð sín á
engum heyra buðu,
hér og ekki hermir frá
hvað þau ráðslöguðu.
88.
Talið skammt, sem trúlegt var,
tæmdu kveðjur blíðar;
fleira samt til frétta bar
fáum dögum síðar.
89.
Dag einn reita bráins bil,
blómlega skrauti hlaðin,
föður síns leitar leyfis til
lystireisu um staðinn.
90.
Herrann gildi henni lér
heiðursvagn og jóra,
en bauð ef vildi velja sér
vopnaða sveina fjóra.
91.
Hjarta gladdist baugsól blíð,
best er láni treysti,
föður sinn kvaddi í þeli þýð,
þannig búin reisti.
92.
Þeirri greinir ferð ei frá
fyrr en svanninn mætur,
staðarins einu húsi hjá
hurra vagninn lætur.
93.
Stóð í glugga húss á hlið
hópur yngismanna.
Storðar duggu staldra við
strönd lét greipar fanna.
94.
Stúdent fríður stóð þar hjá
storðar njótum linna,
líns nam hlíði lotning tjá
líkt og sérhver hinna.
95.
Heilsaði rjóður hringa strönd,
hattinum ofan svipti.
Víf greip móðugt hals um hönd,
honum í vagninn kippti.
96.
Laufa þundur leiks mark það
lét sér hugnast þeygi.
„Við erum fundin“, fljóðið kvað,
„fyrst en skilin eigi.“
97.
Halur fregnar, „hvað svo mér
hafið að befala“;
auðgrund gegnir: „yfir þér
erindiskorn að tala.“
98.
Býður eyri bauga senn
blakka að herða ganginn,
kallar: „Heyrið, mínir menn,
mann hef eg þenna fanginn.
99.
Varla má eg vera þess duld,
vildi hann burtu flana,
hjá honum á ég skrítna skuld,
skal hann út með hana.“
100.
Vagninn rann á veginn nú,
vífið frétti kennda:
„Hvenær annars hyggur þú
heit þín við mig enda?“
101.
„Skuli ég efna heit mín hér“,
halur gegndi fjáður,
„linda gefni, leyfið mér
lítið frávik áður.“
102.
Greip pístólu kvendi og kvað:
„kæri, nei, ég þakka,
viljir stóla þú á það,
þessi leik má skakka.“
103.
Máli hagar menja rein
meiði við Krakasáða:
„Eg í dag skal efalaust
ein okkar kjörum ráða.“
104.
Rekkur dáðugt drósaval
dapur beiddi friðar.
„Verið þér náðug, víst ég skal
vilja hlýðnast yðar.“
105.
Víf framkvæmdi vélaspil
og viður fleins að gagni
eins og dæmdur dauða til
drengurinn sat í vagni.
106.
Búin visku vissi hvar,
vefjan linna traðar,
katóliskra klerka var
klaustur innan staðar.
107.
Rekkar spara ei reisugögn;
réði ferðum svanni.
Þeir svo fara að fyrirsögn
fljóðs nær þessum ranni.
108.
Vagninum fljóðið frítt af gekk,
fylgdi njótur veiga,
hjalaði móðugt hún við rekk:
„Hér skulum lögdag eiga.“
109.
Leiddi þarna línspöng inn
lúraðan bendir geira.
Þénararnir þetta sinn
þar um vissu ei meira.
110.
Dellings arfi að aftni leið,
ei bar neitt til frétta;
en hvað starfar auðarheið
upp mun tíminn rétta.
111.
Skorð gulls nú við skildum rekk,
skilaði ljónið hurðar,
hann prúðbúinn burtu gekk,
bragna nokkuð furðar.
112.
Viljið þið fá að vita hvað
ver fór Yggjar flíka,
ekki lái ég ykkur það,
að því spurði ég líka.
113.
Hér til geymist einlægt ans,
eg svo frétti um manninn,
rann hann heim til ráðherrans
og ræðu vakti þanninn:
114.
„Herra sælir! þiggið þér
þökk fyrir skilnað blíðan,“
hinn eins mælir hýrt og tér:
„Hvað er í fréttum síðan?“
115.
„Ekkert skaðlegt eða slæmt,“
ansaði knár í brögðum,
„nema það er nett framkvæmt
nú, er þá um sögðum.
116.
Herra, þekkið hal og frú
heims er faðmar blíða,
vantar ekki nema nú
návist yðar þýða.
117.
Sett ef prýðið samkvæmið,
svo er heillum varið,
á ei síður illa við
að orðum nokkrum svarið.
118.
Fyrst þér hafið afsagt ei
orð fyrir mig að tala,
drekkið af hjá mér og mey
mína skál án kala.“
119.
„Gagnslaust er ei innfall þitt,“
ansaði hinn af létta,
„eigi mér að hæfa hitt
harla vel fer þetta.“
120.
Seggir hljótt á sömu braut
síðan feta um grundu,
dróst að nótt en dagur þraut
þá drykkjuhúsið fundu.
121.
Hvernig náði nistis heið
njóti bráins kletta,
herranum tjáði hinn á leið,
honum leist vel á þetta.
122.
Helst má fyrna frígeð hans –
freyjur heyrið spanga –
í því dyrnar opnast ranns
inn hvar skyldi ganga.
123.
Herranum lystugt halur tér,
hyrjar knúður byljum:
„Kalla ég fyrst að hittumst hér,
hvernig síðar skiljum.“
124.
Nokkuð snart í brúnir brá
bragning dáðum gædda,
brúðarskarti sjálfur sá
sína dóttur klædda.“
125.
Drengjum varð á drykkju stans,
drótt sem féll í svíma,
en hann starði á orma sands
eyri langan tíma.
126.
Ávörp tregur andann dró,
ásýnd tignarklára,
forskillegum förfum bjó
fleygir Lofnar tára.
127.
Tengdaburinn hans, er heið
hringa festi óvörum,
óhræddur en orðlaus beið
eftir fyrstu svörum.
128.
Uns sig hressir hýrt við svar
hilmis makinn svinni,
orðum þessum út svo skar
eðalmóðugt sinni:
129.
„Fyrst vort kæra föðurland
fætt með lund ódeiga,
hefur þá æru hér í bland
höfuð slíkt að eiga
130.
mun fyrir annan meiri gikk
en mig vill þjóð álíta,
dýrgrip þann með dáraskikk
djarflega hreint ónýta.
131.
Mun svo ráðug ærleg önd
ætluð víst til þarfa,“
fremur tjáði og tók við hönd
tengda dýran arfa.
132.
„Þú hefur unnið þetta spil,
það menn heyra mega,
víðir sunnu vorðinn bil
verðugur að eiga.“
133.
Metnast eigi vinning við.
visku lær svo haga
að flestir megi fá af lið
en fæstir yfir klaga.
134.
Lát þitt makalausa pund
lofað og virt af þjóðum,
yfir því vak um ævistund
arði hrósa góðum.
135.
Get ég ei láð þér listapar,
lundur þulu flagða.
Ykkur báðum vorkunn var
við þó neyttuð bragða.
136.
Furðu vart mun ei þótt að
eikur hringa beiddir,
en hafðu á parti þökk fyrir það
þú mig hingað leiddir.
137.
Tali skjótt þú tældir mig,
tvískipt þönkum getur,
mín hefur dóttir þekktan þig
þúsund sinnum betur.
138.
Aðgæt nú þótt eg í kvöld
ykkar bikar drekki
skulu ei búin skipti töld
að skár hver annan þekki.“
139.
Gegndi hinn: „Ég hef á grun,
hirðir nýtur dáða,
eðalsinnið yðar mun
athöfn hverri ráða.“
140.
Hjalið dælt á hlýddi lið,
hvorugum fatast dáðir.
Að svo mæltu mungát við
mágar settust báðir.
141.
Bikars ornar iðan rauð
ýtaflokki snjöllum;
heim að morgni bragninug bauð
borðgestunum öllum.
142.
Var að drekka virða sveit,
vínið náðum spillti;
háttuðu ekki hjónin teit,
herrann svo til stillti.
143.
Gríma bragna gekk frá sjón,
göfugur lítt við eyrði;
bæði á vagninn heimti hjón,
heim í bítið keyrði.
144.
Nætur liðugt greiðann galt
gnóttum víns og rétta.
Stórmennið á staðnum allt
stórhóf sótti þetta.
145.
Frægan brustu ei föngin góð
fleygi Rínar ofna,
veglegustu veislu þjóð
vann í hasti stofna.
146.
Hjónabandi hal og frú
herlega klerkur vafði;
var ei grand við getið nú
gjörst hvað áður hafði.
147.
Flestir undrast fleins hvað álf
féll til svoddan einum,
rétt sem Lundún hefði hálf
hrapað að neðstu steinum.
148.
Hátt til æru hermdi rekk
herrann yfir borðum
hvað sá kæru fastnað fékk
fagnaði hann í orðum.
149.
Öllum frami fleins við rjóð
frekur bætast þótti.
Almennt gaman af því stóð
en enginn málið sótti.
150.
Karl gat alla krafta spennt
kvisti baugs til æru
svo hann varla af mannvitsmennt
missti not né kæru.
151.
Gáfna háum helst varð rekk
hægt úr dufti bjarga,
á árum fáum yfir gekk
ærutröppu marga.
152.
Loks án vansa merkur mann
mágs síns rúmið fyllti,
fylgi hans og hamingjan
hlýlega svo til stillti.
– – –
153.
Smekkur óma vesæls víns,
vil eg það svo kenna,
hverfur gómi muna míns
og minnkar blek í penna.
154.
Fer að dalast, fær ólag
ferjan búa steina,
en að tala um ár og dag
ekki nú skal reyna.
155.
Hér má segja sveitin birst
svín hafi baug á grönum,
bar mitt heiti biskup fyrst,
buðlung svo hjá Dönum.
156.
Eigi hrósa lærð of lítt
ljóðin smíði nettu,
þeygi kjósa færð of frítt
fljóðin prýði settu.


Athugagreinar