Skónála-Bjarni í selinu svaf | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skónála-Bjarni í selinu svaf

Fyrsta ljóðlína:Skónála-Bjarni í selinu svaf
bls.123
Viðm.ártal:≈ 1700

Skýringar

Vísurnar skráði Sigurður Guðmundsson málari vestur á Skarðsströnd 1858 og birtust þær fyrst í Þjóðsögum Jóns Árnasonar 1862.
1.
Skónála-Bjarni í selinu svaf,
segja vil ég þér nokkuð þar af.
Kom til hans álfkona fögur og fríð,
sá hann enga vænni um sína lífstíð.
2.
Á bláu var pilsi, en beltið var vænt,
bundið um ennið silkiband grænt,
skautafald háan, hvítan sem ull,
á hendinni bar hún þríbrotið gull.
3.
Fæturnir voru rauðir sem rós,
rétt voru lærin fögur, sem ljós,
hofmannastaðurinn hærður svo vel
sem hnakki á sólþurrum kópsel.