Afmæliskveðja til Þorsteins í Grafardal, bróður skáldsins, sextugs | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Afmæliskveðja til Þorsteins í Grafardal, bróður skáldsins, sextugs

Fyrsta ljóðlína:Ekki var það allra að búa innst í heiði
bls.339
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1962
Flokkur:Afmæliskvæði
1.
Ekki var það allra að búa innst í heiði
þar sem veður þrútin bræði
þreyta leik á opnu svæði.
2.
Vant er að telja vinnudaga og vökunætur
fólks sem á í fjalli setur
fönnum kafið langan vetur.
3.
En til eru þeir sem tóku í æsku trú á landið.
Allra tíma hrakspám hrundið
hafa þeir, og guð sinn fundið.
4.
Og hér hefur vorið faðmað fjöll með fegins hlátri
enda var að entum vetri
ilmur jarðar hvergi betri.
5.
Veit ég því að vættir landsins, vinur góður,
gera í framtíð ferðir greiðar
fóstursyni dals og heiðar.