Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Formannavísur á Drangeyjarfjöru (1925)

Fyrsta ljóðlína:Tekst eg í fang að telja þá
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1925
Flokkur:Formannavísur
1.
Tekst eg í fang að telja þá
týra spanga káta
eyjar- Dranga er fjöru frá
flaustur ganga láta.
2.
Ægis mýrar útá hvar
öldu stýra hröfnum.
Byrgin dýru bragna þar
bæja skíri nöfnum.
3.
Æst þó freyði aldan reið
áls á greiður hjallinn
snýr frá Breiðabólstað skeið
Baldvin heiðurskallinn.
4.
Æðru hafnar ekki seinn
æði ei Drafnar letur.
Út frá Stafni Aðalsteinn
öldu hrafninn setur.
5.
Brim þó svaði söndum á
sér við skaða varnir
týhugaður teljast má
Torfustaða Bjarni.
6.
Oft þó má við elli rjá
anda ei háir glöðum
knörr um bláa, keyrir, lá
Keli á Hásteinsstöðum.
7.
Þó Rán á sundi rýri blund
ráð við grundar meini.
Súð lét skunda sels á grund
Símon undan Steini.
8.
Hleypa þorði hauðri frá
hesti borða vænum.
Hannes storðu hnýðings á
hélt frá Norðurbænum.
9.
Afla hresstur aðföngum
áls þó hvessti um mýrar
Þorkell sést frá Sólheimum
siglu hesti stýra.