Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Píslardrápa

Fyrsta ljóðlína:Postuli einn með prýði hæsta
Bragarháttur:Hrynhent
Viðm.ártal:≈ 1400–1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Hverri vísu er skipt í fjórar línur
1.
Postuli einn með prýði hæsta,
Petrus er sá nefndur í letri,
barðist nú með ›br‹u›g‹ðnu sverði
og beit á þann eð *Malkus heitir.
2.
Eyrað frá eg eð af honum færi,
annað höggið Jesús bannar.
Ótt nam lækna allsvalds drottinn
og aftur græddi hann þegar með krafti.
3.
Júða sveitin Jesúm náðu,
jörðin skelfur af þeirra gjörðum,
stóran þar við stólpann reyra,
strengja fast og börðu hann lengi.
4.
Skóku höfuðin, skelfa og hrækja
á skapara vórn í pínu dapri,
læriföðurinn lemstra og klóra,
leiða fram fyrir Pílatus reiðir.
5.
Dæmið þessum d›a‹uðans tíma.
– drengir tala fyrir jarli lengi
er kalla vill sig kóng yfir öllum –
kveljum hann svo að ekki *dveljist.
6.
Aumi Pílatus illa dæmir,
allir gyðingar hrópa og kalla
að Krist skulu upp á krossinn festa,
kórónu settu á höfuðið stóra.
7.
Þessi er gjörð með þyrni hvassan,
þröng ›og‹ sett af göddum löngum,
skinn og holdið skarst fyrir henni,
skært rann blóð um lausnarann góðan.
8.
Á herðar drottin›s‹ heimskir færðu,
háðuliga með öngum náðum,
þungan kross eð þegnar fengu.
Þennan Jesús harðliga kennir.
9.
Léttu frá og lögðu á flótta
lærisvein›ar‹ föður ens kæra,
*ferliga tóku að flýja allir
fangaðan sáu þeir Jesús ganga.
10.
*Máttug fylgdi móðir drottins,
mey skínandi, barni sínu
og postulinn Jón, í pínu hæstri,
prýðiliga þá aðrir flýðu.
11.
Krist vórn upp á krossinn festu,
Kristi negldu í hendur og ristur,
Kristur þoldi *kvalirnar mestar,
Krist eð fjórir broddar nistu.
12.
Blóðið rann úr benjum víða,
blessaður galt í móti þessu
orð né hót og ö›n‹gvar gjörðir
annað en frelsa sálir manna.
13.
Dýrstan frá eg að drottinn *þyrsti;
drottins vors á helgum krossi
magnið þverr en mátturinn þornar,
minn lausnari, í pínu þinni.
Heilags anda etc.
Ave María.
14.
Gall með sýru gyðingar *bylla,
gekk fram einn og bauð að drekka,
vildi Jesús víst ei halda,
veik frá sínu höfði bleika.
15.
Á krossi talaði Kristur þessi
kærlig orð eð skrifað var forðum:
*„Sjáðu! dýrðlig, son þinn, móðir,
sælan Jón eð yður skal þjóna.“
16.
Annað talar hann orð að sönnu,
enn mælandi við postulann þennan:
„Þýða skaltu þína móður
þessa kalla, af guði er blessuð.“
17.
Síðan þoldi sáran dauða
sjálfur guð en tók að skjálfa
sjór og jörð, að sönnu hrærðust,
sól varð dökk en björgin stökkva.
18.
Urðu myrkur af ógnum hörðum,
allur heimurinn stóðst það varla.
Tjaldið góða fyrir tign og mildi
í tvenning brast við atburð þennan.
19.
Drákon, faðir úr djöfla ríki,
djarfliga tók hann slíkt að starfa:
Á krossinn upp fyrir klókskap þessi
Kristníðingurinn gjörir að skríða.
20.
Sér hann þá að sólu skærri,
af síðu guðs tók út að líða,
geisli bjartur, en grimmlig *hræðsla,
granda full, kom þegar í fjanda.
21.
Vildi nú með *›vé‹lum úr haldi
víkja aftur í sjálfs síns ríki
en Kristur lét hann þar kenna næsta
kvalir og bönd í guðdóms höndum.
22.
*Longíus af lýða mengi
lagði spjóti en Jesús þagði,
setti upp á síðu drottins
svo eð það snart í gegnum hjartað.
23.
Blóð og vatn af beninni náði
bæði senn á skaft að renna.
Eyðir stáls fékk aftur bæði
augu og sýn en myrkrið týnist.
24.
Herjar nú með hamingju stórri
hreinn guðdómurinn fullur af sóma,
fjandur tráðust fótum undir,
falla niður en englar kalla.
25.
„Lása alla og lokur að vísu
látið upp í réttan máta.“
Kóngur dýrðar k›o‹minn er hingað
kvíða fjandur en Jesús stríðir.
26.
Í Ádams hönd með ærnu yndi
allsvaldandi guð réð halda
og *Evu tók með elsku mjúka
allgreiðliga í burt að leiða.
27.
Fóru þar með fremd og æru
feður aldanna, eð voru í haldi,
leystir burt af lifanda Kristi,
lýðurinn guðs í himna prýði.
28.
Á sunnudaginn er sett í minni
sá skínandi eð vildi pínast,
rjóður og bjartur, eð reis af dauða,
ríkur, í óttu, og guðdóms líki.
Heilags anda heiður etc.
Ave María etc.
29.
Á fertuganda deginum drottinn,
dýrðarfullur, sá eð öllu stýrði,
heim sækjandi í himna ríki
með hold og blóð það tók af móður.
30.
Fundinn þar með feður og anda,
hjá föður skínanda ríkir sínum,
æru prýddur og öllu stýrir,
einn og þrennur sem guðsspjöll kenna.
31.
Aumir og góðir á efsta dómi
allir verða saman að kallast.
Kóngur englanna kemur þá hingað
kross sýnandi og dreyrafossa.
32.
Drottinn, setur hann þingið þetta,
þar með dóm og hörðum rómi.
Venda honum til vinstri handar
vondir menn, þeir eð kvalirnar spenna.
33.
Annar flokkurinn er og að sönnu
angri sviptur eð drottinn skiptir.
Stendur sá til hægri handar
hreinum guði sem leturin greina.
34.
Enginn maður á þessu þingi
þá talar orð né hu›g‹sa þorði.
Guðs ásjóna gjörir þeim hræðslu
og grimmar kvalir í myrkri dimmu.
35.
Steypir þá fyrir stóra glæpi
stillir *ríki og hegnir slíku.
Ótal manna ofan í víti
í endalausar píslir venda.
36.
Logar og frost, eð lýði nista,
láta kvalirnar burt úr máta
æsiliga en aldri leysast
andir þeirra úr slíkum vanda.
37.
Aðra þjóð í ást og prýði
og óþrotnanda ljós m›eð‹ drottni
skipar þá Kristur að skuli þeir næsta
skína þar fyrir gjörðir sínar.
38.
Veitu mér það *v›oll‹digur drottinn
að verða mætti eg í þeirra ferðum,
frjáls og glaður með fullri heilsu,
og fara þvílíkur í himnaríki. [
39.
En eg veit fyrir atferð ljóta
að aldri má sú bæn mín haldast
utan eg fái með iðran mætri
allskínandi miskunn þína.
40.
Öndin mín fyrir aumar syndir
æðiliga mun kvalirnar hræðast,
full af ótta eð fjandur kalla
að fanga sál og pína í báli.
41.
*Máttug bið eg þig móðir drottins,
mærin guðs, þú standir *næri:
Drag mig burt frá djöflum svörtum,
drottning mín, í hendur þínar.
42.
Elligar mun fyrir illskur falla
önd og sál í frost með báli;
sjaldan hefi eg að sönnu goldið
sætum guði fyrir lítilæti.
43.
Öfundin kallast upphaf synda
alloft hefi eg í slíka fallið,
dreiss og metnað drýgt með þessu
drottni í mót og glæpi ljóta.
44.
Bæði hefi eg blót og eiða,
bölvað níð með tungu smíðað,
stuld og rán með stórum fjölda,
strangar lygar og hugsun ranga.
45.
Lostagirndina lifan›d‹i næsta
ljótliga hefi eg guði í móti
fra›m‹ið og gjört af fölsku hjarta
í fæði, ofneyslu matar og klæða.
46.
Ofdrykkjan mig einatt blekkti,
illa kunni eg henni að stilla,
svefn og let›i‹ mig *sókti jafnan,
syndaþungi og slíkar myndir.
47.
Sjö dauðligar syndir náðu
sannleiksgötuna mér að banna.
Hræðast má eg því hefnd og dauða
og harðan róm á efsta dómi.


Athugagreinar

Athugasemdir
1.4 Malkus] < Malchus 720.
5.4 dveljist] < ;dueilizt; í 720.
9.3 ferliga] [svo í 720 en hefur trúlega verið borið fram ;felliga; til að ríma við ;allir;. JH].
10.1 Máttug] < Mecktug 720 [leiðrétt vegna ríms].
11.3 kvalirnar] < ;kualnirnar; í 720.
13.1 þyrsti] ;þysti; í 720.
14.1 bylla] < ;byllda; í 720 [upphaflega hefur sennilega staðið ;bylla; (=byrla) enda hending á móti ;gall;].
15.3 Sjáðu] < ;sjá þu í 720 [breytt vegna ríms].
20.3 hræðsla] [frb. ;hræsla;].
21.1 ›vé‹lum] [hefur trúlega staðið áður ;uielum;].
22.1 Longínus] < Longius í 720.
26.3 Evu] < ;Euo; í 720.
35.2 ríki] [fremur en ;rikr;. JH].
37.2 m›eð‹] [hefur trúlega staðið áður ;med;].
38.1 v›ol‹digur] [hefur trúlega staðið áður ;volldigr;].
41.1 Máttug] < Mecktug 720 [leiðrétt vegna ríms].
41.2 næri] < nærri 720 [leiðrétt vegna ríms].
46.3 sókti] [;sockti; í 720 og þeirri mynd haldið hér].