Kvennaást | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvennaást

Fyrsta ljóðlína:Ó! eg væri upprisinn
bls.68
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1800
1.
Ó! eg væri upprisinn,
ekki skyld’eg stúra,
og hafinn upp í himininn
hvar eg fengi’ að lúra
hjá einni píku sérhvert sinn
sælunnar við múra,
guð þá skyldi’ eg göfga minn
og gjalda þakkkir. Húrra!
2.
Kvenna ást er kærust mér
kynni’ eg hana að fanga,
á mis við þessa ef eg er,
innti meiðir spanga,
sem meina sauðir fram og fer
er fljóts með bökkum ganga
og við niðinn oft á sér
eru að leggja vanga.
3.
Hversu mundi hugurinn
hamingjuna prísa,
ef eg mætti’ í eitthvert sinn
auðarþöllu hýsa,
og tilhneigingar t..........
tæki strax að rísa,
þá ei meira en þunnt lambsskinn
þætti’ hún Paradísa!
4.
Bágt þó veiti veslum mér
að veiða bríkur þráða,
ekki dauðans óska ber,
eitthvað mun til ráða:
eina skottuferð eg fer
fljúgandi til bráða;
allt sig jafnar, óhætt er;
einhver mun mig náða.