Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flærðarsenna

Fyrsta ljóðlína:Annars erindi rekur
Viðm.ártal:≈ 1650

Skýringar

Flærðarsenna er varðveitt í 13 þekktum handritum og hefur Lbs 399 4to II verið lagt til grundvallar í Ljóðmælum I. Jón Samsonarson telur handritið skrifað um 1680 til 1700. Flærðarsenna er þar skrifuð á blaði 41v. Kvæðið er einnig varðveitt í eftirtöldum handritum: Lbs 709 8vo, bls. 58; Lbs 782 8vo, bl. 45v–46r; Lbs 1340 8vo, bl 18v–19v; Lbs 1608 8vo, bl. 141r–v; Lbs 1724 8vo, bls. 149–151; Lbs 1999 8vo, bls. 54 (brot); Lbs 2157 8vo, bls. 302–304; JS 208 8vo, bl. 120–122; JS 223 8vo, bl. 124v; JS 443 8vo, bls. 385–386; JS 471 8vo, nr. 39 og ÍB 44 8vo,   MEIRA ↲
1.
Annars erindi rekur
úlfur og löngum fann ei par,
læst margur loforðsfrekur,
lítið varð af því heitið var,
meðan slær orð við eyra
er mér kær vinur að heyra,
sé ég fjær, svo er það ekki meira.
2.
Heimskur er sá sem heldur
hvers manns loforð sem fullgjört sé,
einfaldur oft þess geldur
alvöru meinar það hinum er spé,
tryggðagjöld táls með korni
temprast köld nema við sporni,
vinur í kvöld, vélar þig strax að morgni.
3.
Heimurinn hrekkjafulli
handverk þetta mest brúkar nú
að fegra eir með gulli,
út gengur honum myntin sú,
orðaglens ei þarf kaupa
allir léns með það hlaupa,
kossaflens, kallsa, ljúga og raupa.
4.
Slíkt eru hyggindi haldin,
höfðingsskapur og manndyggð prúð,
veröldin falsi faldin
fóðrar sinn kjól með skollahúð,
lærð er á lymskubeglur
leynt sér hjá fann þær reglur
sem köttur þá kreppir inn hvassar neglur.
5.
Oft er fagurt við eyra
alþýðulof og hræsni veitt,
hind er á það að heyra,
heimur sýnist sem kálfskinn eitt,
í augun greið hlæja og hlakka,
hrósa um leið, biðja og þakka,
en búin er sneið þá snúa þeir við þér hnakka.
6.
Sá hefði best úr býtum
sem búa mætti að sínu einn,
frjáls af lymskunnar lýtum,
lifir og deyr svo hjartahreinn.
Tryggðum víst vél nú farga,
veröld lýst, hver vill bjarga,
ráð er síst að reiða sig upp á marga.