Höll draumalandsins | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Höll draumalandsins

Fyrsta ljóðlína:Sem stjarna hvít, er hátt í hæðum skín
bls.38–39
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fimmkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1957
1.
Sem stjarna hvít, er hátt í hæðum skín
úr himinvíddum niðrá jörð til mín,
– líkt og Drottinn ljósvernd manni bjóði –
svo fjarri öllum frama á vorri jörð,
sem fjötrar lífið sjálft í huga og gjörð,
rís höll míns draums úr dimmu hjartablóði.
2.
Hún sjálf er hvít sem stjarna, stolt og hrein,
og stendur mitt í gróðri draumsins ein,
hvar eilíf blómin anga í þúsund litum.
Og þar sést frelsið fyrst á sínum stað
í fegurð þeirri, er hjartað leitar að,
hjarta vort, – er harla lítið vitum.
3.
Hún verndar ekki litlu ljóðin mín,
um leyndar fýsnir, dufl og þrúguvín,
nei, aðeins það sem aldrei verður skrifað.
Sjá, höll mín geymir hugans dýrstu gull
og höll míns draums er stundum yfirfull
af ævintýrum sem engin hefur lifað.
4.
Í minni höll er helvíti ekkert til
því höll míns draums á engin pókerspil,
og þar er aldrei reynd hin ramma glíma
um auð og völd sem allar sálir þrá,
sem yndi hjartans vilja í burtu má,
og fá í staðinn fallegt hús og síma;
–– –– ––
því þar á enginn, enginn maður neitt
af öllu því sem getur kærleik breytt
í steingert hatur, helveg allra tíma.