Morgunsonnetta | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Morgunsonnetta

Fyrsta ljóðlína:Við göngustíginn leika ljós og skuggar
bls.4. árg. bls.121
Bragarháttur:Sonnetta, óstýfð, víxlstuðluð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2006
Við göngustíginn leika ljós og skuggar
hvar liljustóðið vaggar sér og rólar
er býflugan svo blíðlega þeim ruggar
og ber þeim frjó og kveðju morgunsólar.

Er geislaflóðið grös af svefni vekur
og geimur skrýðist kufli himinbláum
þá morgunljóðin sælu syngja tekur
hinn sæti blær í mjúkum ungum stráum.

Í tjörninni sig tígulega baðar
hin tigna álft og hvítum vængjum blakar.
Þar önd á hreiðri, eggjum smáum raðar,
og ungafjöld af þolinmæði bakar.

Hjá furutrjánum fetar kona í laumi.
Þar ferðast ég í ljósum vökudraumi.