Ljóðið mæli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ljóðið mæli

Fyrsta ljóðlína:Sæl! Öllsömul!
Höfundur:Stefán Snævarr
bls.5. árg. bls. 137
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007
Sæl öllsömul! Ég er ljóðið sjálft. Ætla að gera vart við mig svona rétt áður en ég hverf með öllu. Ég var eitt sinn mikið að vexti, menn tilbáðu mig og töldu göldrótt. En svo tók ég að minnka hægt og sígandi, nú er svo komið að enginn færir mér lengur fórnir. Nú gala menn aðra galdra, rödd mín er heldur hjáróma í gaulinu því. Aðrir eru tilbeðnir og helst gullkálfurinn, honum færðar dreypifórnir, brennifórnir.

En viljirðu eiga rólega stund fjarri skarkala heimsins skaltu halda til fundar við mig í litla kofanum sem eitt sinn var glæsihöll. Kofanum vestan við sól og sunnan við mána.