Máttur ljóðsins | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Máttur ljóðsins

Fyrsta ljóðlína:Sjá! Þeir sitja flötum beinum
Höfundur:Stefán Snævarr
bls.5. árg. bls. 137
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007
Sjá! Þeir sitja flötum beinum fjötraðir hershöfingjarnir úr fyrra heimsstríði. Drýsildjöfull þylur þeim ljóð Owens um skelfingar skotgrafanna, hlær illgirnislega milli kvæða. Bandingjunum er ekki skemmt.

Skammt frá má sjá Hitler bundinn við risastóra Davíðsstjörnu. Púki einn skelfilegur les Náfugu Celans fyrir hann. Hitler grettir sig.

Steinsnar frá honum gefur að líta Jósef nokkurn Stalín. Fyrir honum er líkt komið, hann er hlekkjaður við altari. Vættur ein kveður honum sálumessu Akmatovu. Stalín ygglir sig.

Þetta mun endurtaka sig aftur og aftur, frá eilífð til eilífðar. Gott á suma.