Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Grettisrímur 6

Grettisrímur – sjötta ríma

GRETTISRÍMUR
Bálkur:Grettisrímur
Fyrsta ljóðlína:Þellis strandar þilju elg
Viðm.ártal:≈ 1500
Flokkur:Rímur
1.
*Þellis strandar þilju elg
þann skal færa á landa svelg,
eigi er víst hvort uppi flýtr,
öngu trúeg hann sé nýtr.

2.
Gamanið hefir mér gengið nær,
gjörist eg ekki til þess fær
að yrkja neitt um ágæt fljóð;
ellin grandar fleina rjóð.

3.
Eigi er lygi um andar pín;
orðin verða hverfa mín,
þegar kemr í gýgjar glygg
geira Sjöfnin harðla dygg.

4.
Hitt er meir að hugsa á,
hverfa skal eg þar aldri frá,
heiðurs menn mig héldu fyrr,
hryggðar tekr að auka styr.

***

5.
Óðrinn féll í fimmta sinn,
Fáfnir komst í naustið inn;
með árum vörðust ýtar þá,
eigi gefa þeir höggin smá.

6.
Eyðir sótti einn að sex
undra hraustur nöðru bekks;
halnum gefa þeir höggin stór,
hvergi kappinn undan fór.

7.
Fór so enn að féllu tveir
feigir trúeg að væri þeir,
fjórir komust fyrðar út;
fá þeir síðar meiri sút.

8.
Grettir eftir gaurum renn,
gylfris vill hann rjóða tenn;
í kornhlöðuna komust tveir,
kappa vó hann med snörpum geir.

9.
Eigi mátti hann leita lengr
listar maðr að bænum gengr;
so var myrkt að mátti þá
meiðir ríta ekki sjá.

10.
Gekk að dyrunum geira rjóðr,
garpurinn var furðu móðr;
hústrúin kom þá honum í gegn,
heilsar upp á vaskan þegn.

11.
„Velkominn skaltu vera með oss,“
veiga talaði þann veg Hnoss,
„er leysti mig frá ljótri blygð,
launa skal eg það yðr með dyggð.“

12.
„Misjöfn verður morgum öld,
mælltir þú annað fyrr í kvöld;“
„betri er nú brúða hagr,“
brosti við það ristill fagr.

13.
Síðan talaði svanninn glaðr:
„sannlega ert þú frægðar maðr;
yðr skal gjörvallt heimilt hér
hvað mér stendr að veita þér“.

14.
Ganga inn ok gjöra sér kátt;
garpurinn drekkr fram á nátt;
fólkið gjörvallt fór og svaf,
fer hann ekki klæðum af.

15.
Síðan kom hann sigrar nótt,
sendu þeir um eyna skjótt;
ærið kom þar virða val,
víkinganna leita skal.

16.
Fundu þá við foldar bein,
fengið höfðu dauðans mein;
Ófnir rauð so unda kólf,
alla hefir hann fellda tólf.

17.
Færðu burt í flæðiurð,
frægðin hans var víða spurð,
berserkjanna bölvuð hræ;
bólið þeira er allt við sæ.

18 Halrinn sat þar hústrú nær,
hún var so við garpinn kær;
allvel mun honum launað lið,
lýðrinn þótti kjörinn í frið.

19 Það skal segja Þorfinni af,
þegnum veitti hann Iðja skraf;
þegar að veislan virðum leið,
vendi hann út á sína skeið.

20.
Seggir drógu segl við rá,
sigldu þegar sem skjótast má;
byrðingrinn um brattan geim,
bar þá skjótt að naustum heim.

21.
Þorfinnur gekk þegar á land,
þegninn sér hvar liggur á sand
hans eð góða hefladýr,
hetjan upp að naustum snýr.

22.
Bóndin kenndi bræðra skip,
brátt var hann með reiði svip,
*angurið beit á auðar lund,
ekki fékk hann talað um stund.

23.
Þorfinnur kvað vísa ván —
„vér höfum fengið ærna smán,
berserkir hafa blygdað víf,
betra væri að missa líf.

24.
Heldur var nú heima fátt,
hygg eg þeim sé eigi kátt;
Grettir mun þeim lítið lið
leggja, þyrfti *mikið við.“

25.
Hústrú skal *þar herma fra,
hún vill ofan til strandar gá;
Drákon hefir það dvalið um stund,
drósin talar við auðar lund.

26.
„Listar maðrinn leyfðu oss
lesti að finna stála foss;
*hans mun sefi á hringa brú;“
hetjan bað hana ráða nú.

27.
Höldar fara með hringa Ná
ok hennar dóttir ofan að sjá;
þegar að bóndinn brúði leit,
þá blíðkast hann í sinnu reit.

28.
það má kalla fagna fund,
fólkið settist niðr á grund;
seima skorð með sæmdar plag
sagði allt af þeira hag.

29.
„Gretti eigum gjalda best,
garprinn láttu ei á frest,
heiðra þann eð vígum veldr;
veitast skal honum flæðar eldr.“

30.
Frétti þann, er skjöldu skar,
skikkju Bil hvar Grettir var;
„kempan *heima í kyrrðum sitr,
kappinn er sjá snar ok vitr.“

31.
Gengu í stofuna garpr ok snót,
Grettir víkur þeim í mót,
bóndinn fagnar býti stáls,
blíðlega tók hann þá til máls.

32.
„Aldri fær eg þakkað þér
þessa dyggð, þú sýndir mér,
nema þú þyrftir virða við,
veita skal eg þér traust ok lið.“

33.
Þorfinni var þegninn kærstr,
því hann sat jafnan bónda næstr;
þetta víða flýgr ok fer,
hver frægðar maðr að Grettir er.

34.
En þá úti er *orma stríð,
Ófni spurði kempan fríð:
„Hvað vill rekkrinn ráða sín,
til reiðu skal þér umsjá mín.“

35.
Seggrinn kvað það það sína lyst
að sigla norðr í Voga fyrst —
„hingað skal eg þegar haustar að“;
hinn kvað honum til reiðu það.

36.
Seggnum fékk hann silfr í nóg,
sá var kænn við fleina róg,
saxið góða Sefring gaf;
síðan létu þeir í haf.

37.
Rekkar létu Ránar hund
renna norðr um síldar grund;
virðar koma í Voga um dag,
var þar haldið stefnu lag.

38.
Þar má líta margan mann,
múgrinn kemr ok Gretti fann;
fyri þann sigr að segurinn vann
sveitir allar tigna hann.

39.
Ríkir menn buðu rekknum heim,
reðst hann ekki í ferð með þeim,
seggrinn vildi suðr í land,
sá var kænn við rítar grand.

40.
Í byrðing einum fekk hann far;
furðu ríkur Þorkell var,
þegninn átti þetta fley,
þann var fyrr í geira þey.

41.
Á Hálugalandi halurinn sat,
hvorki sparði hann öl né mat;
í Saltri hét þar bóndinn bjó,
byggðin stendur næri sjó.

42.
Grettir fór með garpnum heim,
gjörðist heldur kært með þeim;
drengrinn beiddi Drákon brátt
dveljast hjá sér vintrarnátt.

43.
Þar var Grettir þessa nauð
Þjóttu baugs, sem rekkrinn bauð;
sæmilega að segginn heldr,
sveitum veittist Fenju meldr.

44.
Björn hét sá með bónda var,
Beslu hafði fæddan mar,
garprinn var af góðri ætt,
gat hann þó oft við lýði þrætt.

45.
Þorkell studdi þegnsins heiðr,
þó var hann af mörgum leiðr;
Ófni tók að öfunda fast,
öllum veitti hann nokkurn last.

46.
Gjörði hann úti glaum um nætr,
gunnar fá þess öngvar bætr;
eru þar margir ungir menn,
allir fylgja Birni enn.

47.
Harkið þeira heyrði ok kall
harðla vítt um grund ok fjall;
híðbjörn nokkur vaknar við,
veita mun þeim lítinn frið.

48.
Bessi víða um byggðir fór,
brögnum veitti hann meiðslin stór,
so er hann orðinn ólmr og ær,
engi þorði að koma þar nær.

49.
Úfur deyddj ýta ok hjörð,
eigi var það haglig gjörð
að hleypa honum úr híði á burt,
Háleygirnir fá það spurt.

50.
Þorkels rífur bessi bú,
byrgingin var eigi trú,
nóga fékk hann Njarðar kvon,
næsta mun þess þykkia von.

51.
Þorkell leitar bessa bóls,
brjótar fundu nöðru stóls
hellis skúta hömrum í;
hvergi er gott að sækja að því.

52.
Einstigi var upp að gá,
ærið hátt var niðr að sjá,
urðin var þar undir stór,
ófært þótti málma Þór.

53.
Ísólfur lá inni um dag,
oftast var það dýrsins *hag,
að halda burt þegar *kveldið kemr,
kvikfé margt til *dauða lemr.

54.
Þorkell fékk af meinið mest,
margir reikna hann harka gest;
kotungar illa kæra þá,
kappinn Grettir þagði hjá.

55.
„Bragnar skyldu bera sik vel“,
Björn kvað ráðið *ífing hel,
„yðvar verður fljótur friðr,
fyrst við nafnar eigunst viðr.“

56.
Ófnir brosti að orðum rekks;
ætlig best að liði Þekks
tanna byrgis Tifr ok Nil,
taki við henni hver sem vil.