Í dalnum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í dalnum

Fyrsta ljóðlína:Í dalnum er lífið dauði
bls.45
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) OaOa
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1907

Skýringar

Birtist upphaflega í Valnum, 13. júlí 1907, síðan í ljóðabók Jónasar, Dagsbrún, 1909. Þriðja erindið er hér tekið úr Valnum, það er ekki með í safnritinu Bak við hafið.
Frjálsi forliðurinn kemur stundum fyrir sem tvíkvæður.
1.
Í dalnum er lífið dauði,
í dalnum er vatnið blóð
og andrúmsloftið er eitur
og eldurinn vítisglóð!
2.
Og bændurnir, sem þar búa,
básinn sinn fastir við
eru ýmist úreltir djöflar
eða úrkynja drottins lið.
3.
Og bændunum, sem þar búa,
er básinn veröldin öll,
hlaðforin hafið víða
og hundaþúfurnar fjöll!
4.
Þeir segja: hafið er hlaðfor,
og heilbrigðin rotin kaun!
En vilji’ einhver horfa hærra
er hláturinn öll hans laun.
5.
Svo rífast þeir um eins og rakkar,
– sá ræður, sem geltir hæst, –
hver hundaþúfan sé hærri,
hver hlaðforin þeirra stærst!
6.
Og heimskunnar hátign þeir krjúpa,
með helgibænum og söng,
en dimm yfir dalnum þrumar
dauðans líkaböng.