Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þorbjörn kólka

Fyrsta ljóðlína:Á áttæringi einn hann reri
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Kappakvæði

Skýringar

Birtist einnig í Óðni 5. tbl. 1. árg. 1905.
1.
Á áttæringi einn hann reri,
ávallt sat á dýpstu miðum,
seggur hafði’ ei segl á kneri,
seigum treysti’ hann axlaliðum;
enginn fleytu ýtti úr sandi,
ef að Þorbjörn sat í landi.
2.
Vissu þeir að veðurglöggur
var hann eins og gamall skarfur,
hjálparþurfum hjálparsnöggur,
i hættum kaldur bæði og djarfur;
forustu garpsins fylgdu allir,
en – flestir reru skemmra en kallinn.
3.
Spölur er út að Sporðagrunni,
Spákonufell lil hálfs þar vatnar
og hverfur sveit í svalar unnir;
sækja færri þangað skatnar.
Einn þar færi um gildar greipar
í góðu veðri Þorbjörn keipar.
4.
Sér hann upp að sorta dregur
suður yfir Kaldbakstindi,
hankar uppi, heim er vegur
helst til langur móti vindi;
tekur Þorbjörn þá til ára;
þykknar loft og ýfist bára.
5.Á Olnbogamið er inn hann kemur,
ofsarok af landsynningi
sópar loft og sjóinn lemur
saman og upp í skaflabyngi, —
ein þar hrökklast ferðlaus ferja,
fyrðar uppgefnir að berja.
6.
Tók hann skipið í togi’ á eftir,
tveimur árum hlýddu bæði,
fótinn annan fram hann réttir,
fleyin óðu’ á bægslum græði;
bólgnar skafl til beggja handa,
bognir menn i austri standa.
7.
Annað skip með ýta þjáða
upp hann tók á Bjargamiði,
fram þá rétti’ hann fætur báða,
flutu þrjú með sama sniði.
Öll þau lentu heil á hófi,
en — heldur sár var Þorbjörns lófi.
8.
Margar fórust fiskisnekkjur
fyrir Skaga sama daginn,
margar konur urðu ekkjur;
yndi og stoð þær misstu í sæinn.
En – þar var eigi Þorbjörn nærri;
þær hefðu annars verið færri.