Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Krummavísur

Fyrsta ljóðlína:Krummi svaf í klettagjá
Höfundur:Jón Thoroddsen
Viðm.ártal:≈ 1850–1875
Tímasetning:1861

Skýringar

Kvæðið birtist fyrst í Þjóðólfi 1861 og er þar vísað til þess að það sé kveðið undir sama bragarhætti og Snemma lóan litla í [eftir Jónas Hallgrímsson] enda má segja að kvæðin kallist á að nokkru leyti.
1.
Krummi svaf í klettagjá,
kaldri vetrarnóttu á,
>verður margt að meini.
Fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
>undan stórum steini.
2.
„Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor
>svengd er metti mína;
ef að húsum heim ég fer
heimafrakkur bannar mér
>seppi úr sorpi að tína.“
3.
„Öll er þakin ísi jörð,
ekki séð á holtabörð
>fleygir fuglar geta;
en þó leiti út um mó,
auða hvergi lítur tó;
>hvað á hrafn að eta?“
4.
Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
>flaug úr fjallagjótum,
lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú,
>veifar vængjum skjótum.
5.
Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá,
>fyrrum frár á velli.
„Krunk, krunk! nafnar, komið hér!
krunk, krunk! því oss búin er
>krás á köldu svelli.“