Sognsær | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sognsær

Fyrsta ljóðlína:Lágstu milli helju og heims
Höfundur:Henrik Wergeland
bls.765–766
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Lástu milli helju og heims,
hári þulur árum bogni?
hefurðu strítt í stormi og logni
staddur innst í gamla Sogni,
hömrum luktur hrikageims?
2.
Fyrnist þér þitt „faðirvor“,
fáðu þér í Sogni leiði,
heyr þar duna dómsins rciði,
Drottins orð, sem þrýsti, neyði
blindum inn á bœnar-spor!
3.
Ofsafullur Ægis son
hefur föður heiftir hlotið,
hamast svo og landið brotið,
byggt sér Kains skúmaskotið,
sjálfur laus við líkn og von.
4.
Bétur hverjum helgihal
kennir þó að þú sért sekur,
þinna brota vefinn rekur,
þínar barndóms bœnir vekur,
sem úr hug þér syndin stal.
5.
Engum herra hlýðir Sogn,
óðar‘ en í bjargi bylur
báran rís og karlinn skilur,
sjálfur oft hann sverðið hylur
sveipað inn í dúnalogn.
6.
Þá hans svörtu síga brýr,
dregur fyrir skorir skugga,
skýin alla byrgja glugga,
bárur þeyta froðu-frugga,
orgar tröll og um sér snýr.
7.
Reyrir loft í rembihnút,
biksvört skýin steypa stöfnum
steðja, flaksast, svipuð hröfnum,
brýst hann innst í botn að höfnum,
sest svo kyr og sefur út.
8.
Þá er færið, þessi fró;
hirð þá ei að hika og dunda,
heldur völt er biðin stunda,
hritt því fram og ferðum skunda;
Sogn ei lengi selur ró.
9.
Því hann eirir aldrei kyr,
aftur fram í hafið bláa
sækir lundin þrjóskuþráa,
þótt hann viti reiðan áa
taka við og verja dyr.
10.
Þannig gengur ár og öld;
einhver fólginn feiknakraftur,
fyrst á morgni tímans skaptur,
sogar út og sendir aftur
sólar fram á hinnsta kvöld.