Frú Jónína M. Poulsen | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Frú Jónína M. Poulsen

Fyrsta ljóðlína:Sem vorið sér leikur um hlíð og hól
Höfundur:Einar H. Kvaran
bls.98
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1875–1925
Flokkur:Eftirmæli
Sungi við útförina
1.
Senn vorið sér leikur um hlíð og hól.
Senn hlæjandi blómin sig lauga..
Senn hnýtir fagnandi himinsins sól
úr helstrikum lífsins bauga.
Og þó er nú haust um vor hugarból
og harmur í sérhverju auga.
2.
Svo nýlega kom hún fyrst á vorn fund
með fegurð og ástúð sinni
og elskuðum vin með unga lund
gaf ástbrosið fyrsta sinni.
Nú leggr hann af stað með sitt ljóshærða sprund
að lykja hana grafar inni.
3.
Svo nýlega hún brosandi að börnunum laut –.
Hve brátt er oft ljósgeislinn farinn!
Sá hópurinn ungi var allri þraut
af ástmildum höndum varinn.
Nú móðurlaus lífsins berst út á braut
sá blessaði saklausi skarinn.
4.
Ó, kærleikans guð, þína blessun breið
á börn þín er huggast ei láta
og sign þú hvert smábarn á lífsins leið
og líikna þeim öllum sem gráta.
Þín hönd verði máttug í hrelling og neyð.
Já, hjálpa þú oss til að gráta.
5.
– Far vel út á dapurlegt dauðans gráð
og drottinn þér greiði veginn.
Þótt þrungið sé loft og þrotið vort ráð
og þrótturinn felmtri sleginn
þá hillir undir guðs líknar láð
og landtöku hinumegin.