Ingimundur Bjarnason járnsmiður á Sauðárkróki, 70 ára | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ingimundur Bjarnason járnsmiður á Sauðárkróki, 70 ára

Fyrsta ljóðlína:Viljans glóðir vegs á slóðum
Heimild:Í landvari.
bls.48–49
Bragarháttur:Hrynhent
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Afmæliskvæði
1.
Viljans glóðir vegs á slóðum
veittu kjark að settu marki.
Þraut er ráðin, drengskaps dáðir
drýgðar í starfi, öld til þarfa.
Betra auði er oft í nauðum
andans bjarta ljós er skartar.
Sígur að hausti, sit þú hraustur
sjötíu ára lífs á bárum.
2.
Að þér jafnan auðnan safni
ástargæðum lífs á svæði.
Gleðstu að kveldi, glæddu eldinn,
í geislum sjáðu unnar dáðir.
Sjötugt barn hjá eigin arni
á sér skjól þótt lækki sólin.
Gleðibjartir geislar skarti.
Góðar stundir, Ingimundur!