Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kvæði um Ögmund flóka

Fyrsta ljóðlína:Af því eg hef nýeignast hana
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1850

Skýringar

Gísli Konráðsson hefur eftirfarandi formála að kvæði þessu í Húnvetninga sögu sinni: „Guðmundur Ketilsson bjó á Illugastöðum síðan Natan var veginn og var í sókn Ögmundar prests. Áttust þeir glettur við stundum, að mælt er. Kvað hann kvæði um Ögmund flóka og sendi presti og er það þannig:“
Aftan við kvæðið skrifar Gísli: „Eigi er þess getið að Ögmundur prestur þykktist við kvæði þetta en hlægi að og að vel færi þeim Gvöndi hvorum við annan. Guðmundur var og vel látinn.“
Af því eg hef nýeignast hana
af kveða vil eg þetta sinn
Ögmundar sögu Eyþjófsbana
elskaða fyrir prestinn minn.
Litli formálinn úti er
en efnið kemur og heyri þér.

Ögmundur heldur andi en maður
að var, lýsir hans gáfnanægt.
Að seiddur var hann og blótaður,
ágæt foreldra skyldurækt.
Æskufjör sem er svert og krenkt,
síðan fær ekkert gjört né þenkt.

Beinaskrokk fékk ann sterkan, stóran,
strax á barnsaldri, sagan tér.
Til ýmsra landa úr því fór hann,
íþróttir kynnti og tungur sér.
Engi veit þó né um skrifar
átrúnað hans, hvort nokkur var.

Frægasta skáld og forspár bæði,
fyrr og síð var hann Ögmundur.
Marga rankar við Kápukvæði,
sem kvað hann á flótta sprengmóður.
Glöggskyggn var spádómsandinn og
í honum suður í Trönuvog.

Fáskiptinn maður, friðgjarn var hann,
forna sagan hans lýsir því.
Yfirlæti stórt aldrei bar hann,
ágirndar var hann lengst af frí.
afskekkt pláss byggði oftast nær
ofbeldismönnum dró sig fjær.

Við Skuggafjörð sér skýli bjó hann,
skemman þótti svefnvær og föst.
Framyfir höfuð feldinn dró hann,
frí við öll heimsins rassaköst,
og svaf þá út í sætri ró,
siglaður nær hann vakti þó.

Áþéttinn var hann sætt að semja,
ef sínum fór að þykja hvað,
stórræðin undur fús að fremja,
furðu svo löngum gegndi það.
En tækist þeim að erta hann
illa reiddist þá karlskepnan.

Þá færðist hann í þykkju króka,
þá vissi hann með sér nokkurn styrk,
þá vafði hann sig í þykkum flóka,
þá var hann kempa mikilvirk,
þá brast hann hvorki þor né afl,
þá var hann ekkert gamantafl.

Megnuðu þá ei menn eða féndur
mót honum, því síst nokkur gerð.
Hann um djöflast á allar hendur
eins og valur í rjúpnamergð.
Hann marði, barði og mölvaði allt
og mundi þá niður eins og salt.

Ögmundur hvort að heilsu hrjáða
hafði, þar skrifast lítið um.
Samt má það af sögunni ráða,
svo sem af klæða búningnum,
að iktsjúkur verið hafi hann
í höfðinu jafnan, góði mann.

Loðflókadruslum höfuð huldi hann,
holt skal það fyrir eyrun dauf.
Gigtin má og ei kenna kuldann
við kvöldstjá síst eða næturþauf,
af þessu var hann auknefndur
Ögmundur flóki kallaður.

Eg virti hann Odd einn Jósep stóran,
eg hefi ei betri læknir spurt.
Undir kjaftafyllurnar fór hann,
fletti giktar hausleðrum burt.
Hinum var þar með heilsa skeð,
hann giftist þá og nældi féð.

Odd sæma gjöfum ekki tafði hann,
endurleystur af hárri gikt,
eftir samt í höfðinu hafði hann,
hnútaskrámur og því um líkt.
Kvillanusblesa kjaftfleppinn,
kallaði hann þá spottöldin.

Vald og auðæfi vel sér jók hann,
veit sagan lengst fram það til hans,
Garðarshólma eða Hólmgarð tók hann,
höfðingi varð þess góða lands.
Líði honum vel, ef lifir hann enn,
lofsverðir eru soddan menn.

Einn smábrest, ef allt skal greina,
Ögmundar sletti í dyggðirnar,
var hann ekki sem vil eg meina
vinfengis trúr þá skuggsýnt var.
Þórðar, Stafngláms og Eyþjófs að
óhöpp vona eg sanni það.

Krafði hann tolls á hverju ári
kotalýðinn í þessum stað.
Fló hann af þeim hörund með hári,
sem höfðu ei efnin betri en það,
kom þeim á góðan kláða frið,
kenndi gjaldmátans nýja snið.

Hvar sem Ögmundur heitir síðan,
honum eg óska ef gæti séð,
heilsukostir og kvennablíðan
krýni hans minning lukkan téð.
Svona er Ögmundar sálmurinn
sem eg hét yður, prestur minn.