Haustið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Haustið

Fyrsta ljóðlína:Þá síðla morguns sunna rís
bls.81–83
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Þá síðla morguns sunna rís
>við sjónhring geislaprúð
>og fagurlima fölnuð dís
>sitt fellir græna skrúð,
>en nóttin hrímga húð,
>á hauðurs breiðir súð,
þau vitni þögul vetrar komu boða.
2.
En oft er svipur haustsins hýr
>og hressir dapra lund,
>það skæran himinn skrauti býr,
>þótt skyggi nótt á grund.
>Á frjálsan skemmtifund
>þá fýsir menn og sprund,
hið létta andans loft til sín að draga.
3.
Oss sýnir haustið sumarföng,
>þótt sumra virðist rýr,
>en sé ei andans sjóndeild þröng,
>vor sál við nægtir býr.
>Til himins hún sér snýr
>og heimsins blótgoð flýr, –
hinn máttka dollar, manni allt er veitir.
4.
Þótt haustið jafnist vor ei við,
>það vel oss gleðja má,
>það tímans framrás leggur lið
>og lætur okkur sjá
>að blómið beði á
>þarf blund og hvíld að fá,
svo lífsmagn nýtt til næsta vors það fái.
5.
En lífið manns á líka vor
>þá ljúfu æsku stund
>og það á sumar þroska spor
>með þrek í sál og mund.
>Að hausti hels í blund
>það hnígur þreytt á grund,
svo yngdan kraft til æðra lífs það fái.