Vöggukvæði G. A. yfir ellireifum norrænunnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vöggukvæði G. A. yfir ellireifum norrænunnar

Fyrsta ljóðlína:Hér í vöggu heilla jóðið
bls.XXXII–XXXIII
Bragarháttur:Fimmtán línur (tvíliður) AAAbbACCAddAbCb
Viðm.ártal:≈ 1650

Skýringar

Kvæðið var fyrst prentað framan við rit Runólfs Jónssonar, Grammaticæ Islandicæ Rudimenta ... Hafniæ 1651, bl. b 4 r. Upphafsstafirnir hljóta þar að vísa til Guðmundar Andréssonar enda kvæðið alltaf eignað honum í öðrum heimildum.
Æskan var algóð,
allir mega sjá,
eru nú komnir ellidagar,
ann ég mér við þá.
1.
Hér í vöggu heilla jóðið
heitir réttast eðla blóðið,
ung og gömul fegurst fljóðið
fylgir þjóð,
æskan var algóð,
enn nú gefur hún af sér hljóðið,
yfir bernsku klagar,
að séu komnir ellidagar.
Virkuglega vara skóðið
vakrar hvar hún fer,
við ellidaga ann hún sér.
Í mundangshófi mælsku róðið
mega standa sjá.
Eru nú komnir ellidagar,
ann ég mér við þá.
2.
Óska ég henni allajafna
upp að vaxa og vel að dafna,
sinnar *móður sé hún nafna
svinn og fróð,
æskan er algóð,
enn þó skipti um skut og stafna
skartsamlega hagar,
eru nú komnir ellidagar,
melludætur mega kafna,
metnað ekki ber,
við ellidaga ann hún sér.
Erfinginn skal auði safna,
öðrum bægist frá.
Eru nú komnir ellidagar,
ann ég mér við þá.
3.
Njóttu bæði auðs og ásta,
elsta móðir, barnið skásta,
aldrei þrjóti unan dásta
um yndis sjóð,
æskan sé algóð,
af sér beðin þverúð þrásta
þeirra sem þig bagar,
um það koma ellidagar.
Hér má hverfa mærðin máðsta
mál því er,
við ellidaga ann hún sér.
Suðra duggan sökkur hlásta
sundi á.
Enn þó komi ellidagar
ann hún sér við þá.
2.3 móður] < móðir (leiðrétt frá fyrstu prentun).