Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Eitt lítið barn so gleðiligt

Fyrsta ljóðlína:Eitt lítið barn so gleðiligt
Viðm.ártal:≈ 1575–1600
Flokkur:Sálmar
1.
Í dag blessað barnið er
borið oss í heiminn.
Af hreinni mey oss aumum hér
er til lausnar kominn.
Væri það barnið oss ei fætt
allir hefðum vér dauða mætt.
Af því kom allt hið góða.
Ó, vór sæti Jesú Krist,
er einn maður oss fæddist,
hlíf oss helvítis vóða.
2.
Guðs nafn skulum nú göfga mest
og gleðjast þennan tíma.
Af himni Kristur auglýstest
á jörð virtist koma.
Auðmýkt sú var ofurstór,
eilífur Guð til vór fór,
að hér ungbarn yrði,
án allra synda oss er líkt.
Andliga gjörir fólk sitt ríkt,
ber vóra syndabyrði.
3.
Hver þessu trúir, sæll er sá,
og sér í huga festir,
vist hjá Guði vísa á.
Vel þeim sem því treystir
að Kristur fyrir oss fullnað vann.
Fyrir þá sök út gekk hann
af Guði eilífum föður.
Undarligast eitt það var,
illgjörð vóra Guðs son bar
og fékk oss frið þar meður.
4.
Öll kristni, honum þakka þú
þessa mestu mildi
og miskunn hans áköllum nú,
að oss vernda vildi
við falslærdóm og fölskum sið
sem fylgdum vér um langa tíð;
það vilji oss til gefa.
Guð faðir, son og andi hreinn,
af hug biðjum þig hvör og einn,
lát oss í friði lifa.
(Sálmabók Guðbrands 1589, bl. XIIJv–XIIIJr)