Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Corde natus ex parentis

Fyrsta ljóðlína:Af föðurs hjarta barn er borið
Heimild:Sálmabók Guðbrands (1589) bls.Bl. 3v–4r
Viðm.ártal:≈ 1575–1600
Flokkur:Sálmar
1.
Af föðurs hjarta barn er borið,
eingetinn Guðs son er það.
Að upphafi er til kjörið
að veita heimi líf og náð.
Í öllum hlutum, allt hann játum
í gleði og hryggð.
>Því Guði sé
lof, dýrð, heiður að eilífu.
2.
Mey sú heilög víst mun vera,
mann slíkan í heiminn bar.
Hver kann skilja og *kunngera,
kraftur og náð sú hvílík var?
Syni og móður mesti heiður
gafst af hæð.
>Því Guði sé
lof, dýrð, heiður að eilífu.
3.
Vald og allir englar bjóða
æðst lof föður himnum á.
So skal og af hjarta hljóða
heimur um Guðs elsku þá,
mestu mildi veita vildi,
gaf sinn son.
>Því Guði sé
lof, dýrð, heiður að eilífu.
4.
Um þann spámann allir segja,
að hans komu girntust sjá,
hvörja ósk og hjartans trega
heilög kenning minnist á
hvenær heimi heill sú kæmi,
sem fengum nú.
>Því Guði sé,
lof, dýrð, heiður að eilífu.
5.
Eldri menn og yngri lofið
ætíð Guð með hug og raust.
Inngang himna opinn hafið
og eruð kvittir efalaust
við eymd stærsta, eignin hæsta
dýrð og náð.
>Því Guði sé
lof, dýrð heiður að eilífu.
6.
Ó, að vér þá elsku þekktum,
óforskuldað Guð oss gaf,
að hans boð og vilja vöktum,
vorum syndum létum af,
í lífi og dauða Drottni hlýða.
Hann hjálpi oss,
og hönum sé
hæst lof, heiður að eilífu.