Formáli til lesarans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Formáli til lesarans

Fyrsta ljóðlína:Lesari góður líttu á
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1600
1.
Lesari góður, líttu á
ljóðin Einars mörg og smá,
stytta dægur og stöðva þrá,
standa saman á einni skrá.
2.
Heilagur andi hvört eitt sinn,
hefur það kennt mér bróðir minn,
lífsins krydd ef lítið finn
að leggja það ekki í kistur inn.
3.
Eys eg því svo út um land
að ávaxtist í góðri hand
í nýlegt elsku náðarband,
nefni eg þar til fyrst Guðbrand.
4.
Ókeypt svo sem eg það fann
hvað andi Guðs mér veita vann,
svo líka af slíku lofi þér hann,
þau læt eg í té við sérhvörn mann.
5.
Launin í móti leggi þér,
lofið nú jafnan Guð sem ber,
mig auman þræl svo elskar hér
hans andagift að hjá mér er.
6.
Síðan bið eg þess lærðan lýð,
sem lítur þetta hróðrar smíð,
orðin stirð og ekki þýð
þeir endurbæti fyrr og síð.
7.
Kvæðin hafa þann kost með sér
þau kennast betur og lærast gjör,
en málið laust úr minni fer,
mörgum að þeim skemmtan er.
8.
Því hef eg fundið þetta sáð,
það þakka eg heilags anda náð.
Börnum gef eg það besta ráð
því betra er slíkt en spott og háð.
9.
Læri nú hvör sem ljóðin sér
og lítur á þetta mærðarkver,
bið eg þann Guð sem æðstur er
að ávöxt góðan færum vér.
10.
Herra Guðbrands hjartað mennt
hjálpar til svo gott sé kennt,
ljúfum hef eg því ljóðin sent,
hann lofar að gefa þau út á prent.
11.
Þó varla hæfi virðing nú
vísnabögunum mínum sú
skil eg það til að skiptir þú
og skikkanlega flokkum snú.
S. Einar Sigur[ð]sson.