Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Einn sálmur

Fyrsta ljóðlína:Jesús Guðsson vor angursbót
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccccc
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Sálmar
Tón: Á þig alleina Jesú Krist
1.
Jesús Guðsson vor angursbót,
allra ljúfasti herra.
Dýrsti kvistur af Davíðs rót,
drottinn sem mein lést þverra
mín og allra sem mæddi neyð,
minnast vildir svo á þinn eið.
Þú veikst sjálfur um þetta skeið;
þinna ráða eg beið.
Hörmung sára og hrelling leið.
2.
Hefi eg það sannreynt, herra minn,
hrella kanntu og græða.
Um þann veitta velgjörning þinn
vil eg nú gjörla ræða,
hjartanlega að þakka þér,
þú hefur kennt í skóla mér
hvörsu vel að faðirinn fer,
sá frómur og góðfús er,
með elsku börn sín í heimi hér.
3.
Lærði eg og, minn ljúfi Guð,
að lífið er fallvalt þetta.
Hvör sem elskar mjög heimsins auð
hann má það sjálfan pretta
því góssið aldrei græðir neinn,
gæti þess sérhvör lyndishreinn.
Hjartað manns er þó hart sem steinn
en hjálparvegurinn beinn.
Jesús Guðsson þá *græðir einn.
4.
Oft verður gull í eldi reynt
og í deiglunni klára.
Krossburðurinn bætir hér svo hreint
þó hörmung líði menn sára.
Andi Guðs styrkir innra mann
orðinu Guðs ef hjartað ann,
svo sem að pálminn svigna ,
sundur brast aldrei hann,
allar sorgir um síðir vann.
5.
Í leirsmiðs hendi að leirinn er
leirkerin úr að smíða.
Þau sem hann býr til sæmdar sér
semja mun best og prýða.
Hefur, ó, Guð, þín höndin hrein
hagað sér víst á alla grein.
Við mig, þinn auma lærisvein,
lækningin varð ei sein.
Græddir þú öll mín ul mein.
6.
Sálarlækning, minn sæti Guð,
sem þú hefur mér fengið,
hún fær nú víst í hvörri nauð
til hjarta mér best inngengið
þó lögmáls pílan mig særði svá,
samviskan veik og skuldaskrá,
einninn þín reiði er á mér lá.
Er eg þar frelstur frá.
Lét mig minn Jesús lífgun ná.
7.
Ranglátur má eg ei reiknast nú,
réttlætið Krists mig prýðir.
Segir það mér mín sanna trú
sonur Guðs mig vel skrýðir,
arfleiðir svo til arfs með sér
er hann sjálfur þrískenkti mér.
Í bræðralag sitt með himna her
á herðum mig, barn sitt, ber.
Aldreigi síðan frá mér fer.
8.
Sál mín hefur þá sælu von
seinna lífinu að fagna
fyrir Jesúm Krist, Guðs sæta son,
sanna lofgjörð þar magna
því konungar samt og kennimenn
kallast Guðs börn þar öll í senn.
Guðdómstignin öll ein og þrenn
augunum til mín renn.
Úr langri þvingan mig leistan kenn.
9.
Alla stund meðan mér endist fjör
eg vil þig, drottinn, prísa.
Virðing sanna þú veittir mér,
veginn þinn lést mér lýsa,
fráskildir mig þeim flokki hér,
faðirinn sæll, sem hafnar þér
því son Guðs, Jesús, sagði mér
að sá sem krossinn ber
ríkja skyldi með sjálfum sér.
10.
Láttu nú hvorki hold né heim
héðan af ná mig villa
eða Satan með auð og seim
aftur fyrir mér spilla.
Afneita vil eg öllu því
að eg svo verði skepna ný.
Hafðu byggð mínu hjarta í,
herra Jesú, eg til þín flý
af sár öllum og sorgum frí.
11.
Guði föður sé sungin dýrð,
syni og heilögum anda.
Af öllum tungum um ævi skýrð
æ mun sú lofgjörð standa.
Englar og menn af allri dáð
ætíð prísi þá drottins náð
að sinn son hefur oss sent á láð,
sá er vort hjálparráð.
Einum Guði sé æra tjáð.