Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Margrét Bogadóttir

Fyrsta ljóðlína:Hér bíður heiðurs sprund
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt ababcdcd
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:1808

Skýringar

Margrét var eiginkona Jóns, d. 1808.
Jón fylgir reglunni um sex atkvæði í línu alveg reglulega.
1.
Hér bíður heiðurs sprund,
heiti Margrétar skírt,
eftir upprisustund,
afkvæmi Boga dýrt.
Fyrr dyggð og gáfum gædd
Guðs perla dylst í fold
uns ljómar endurfædd
upp af þessari mold.
2.
Hvað tíminn hverfull sleit
þá hvikul lukka brast
eilífðin aftur teit
ein lætur samtengjast.
Svo kærleiks samdi hring
sá leyndan trega bar
í þess endurminning
að eitt sinn hennar var.