Huggun í krossi og mótgangi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Huggun í krossi og mótgangi

Fyrsta ljóðlína:Gjörvöll kristnin í Guði treyst
bls.316
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Lag: Af djúpri hryggð

1.
Gjörvöll kristnin í Guði treyst,
gleðst við þá huggun sæta,
að Jesús, Guðs son, oss hefur leyst,
eymd kross þó láti oss græta.
Þyngra straff fullvíst forþént er,
fyrir Guði það játum vér,
má þar ei móti þræta.

2.
Ó, Guð vor faðir, allir vér
oss gefum í vald þitt blíða,
svo lengi sem að hjörum hér
hjálp þú veitir oss fríða.
Heimsins þjáir oss hvörs kyns neyð,
hörmung og pín inn í vorn deyð,
hjá þér munum huggum bíða.

3.
Eins sem ei fær nema felist mold
frjóvgast korns hveitisæði,
hlýtur svo fúna hér í fold
hold vort og beinin bæði.
Fyrr en til hæsta er heiðurs leitt,
sem hefur þú, Jesús, oss tilreitt
með blóðugum bana og mæði.

4.
Hér fyrir skulum þá héðan af vér
heift dauðans ei óttast stranga,
enginn blífur um eilífð hér,
allir með honum ganga.
En sá með Símeon sofnar rétt
sanna trú hefur á Jesúm sett,
dauða mun dýrðlegan fanga.

5.
Önd þína og líf um hugsa skalt,
æ lát Jesúm þér ráða,
heilagir englar hans ávallt
hamla þér skaðanum bráða.
Eins sem ungum sín hænan hýr
hita og skjól með vængjum býr,
svo gjörir oss Guð að náða.

6.
Hvört sem sofum eða vökum vér
verndar oss herrann góði,
oss hefur keypt til eignar sér
Jesús með sínu blóði.
Adam leiddi yfir oss deyð
en Jesús frelsti af þeirri neyð,
hans lof því heimurinn hljóði.

7.
Æ sé þér lof með æðstri dýrð
eðla Guð vor og faðir.
Sönn heiðran, Jesú, sé þér skýrð
sem oss alla frelsaðir.
Anda heilögum sé æran vís,
eilífri þrenning lof og prís
syngjum af sálu glaðir.

(Vísnabók Guðbrands 1612 (útg. 2000), bls. 316–317)