Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Enn einn fagur lofsöngur um upprisu framliðinna á efsta degi

Fyrsta ljóðlína:Sankti Páll kenndi kristna trú
Heimild:Sálmabók Guðbrands (1589) bls.ccxxviij
Bragarháttur:Hymnalag
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1575

Skýringar

Nótur eru í Sálmabókinni.
Sankti Páll kenndi kristna trú
í Kórintó um misserin þrjú.
Þegar postulinn þaðan fór,
þrætur risu og villa stór.
 
Kennimenn í Kórintuborg,
komu þá upp og villa mörg.
Þeim falslærdómi lýstu þá,
að lifnaði enginn dauða frá.
 
Menn dæi eins og annað fé,
ei trúðu holds upprisunne.
Þeirra villa og þrætumál
þá komu fyrir hinn helga Pál.
 
Eitt bréf hefur þeim aftur sent,
ávítar það rangt höfðu kennt.
Síðan berlega sýnir þar
sannan lærdóm upprisunnar.
 
Sannar með skrift um Jesú Krist,
upprisinn sé frá dauðum fyrst.
Líka eins til lífs upprísum vér,
úrskurðar hann og vitni um ber.
 
Ef Jesús er ei upprisinn,
ónýt er trú og kenningin.
Og þeir sem áður féllu frá,
fordæmdir væri allir þá.
 
Ef hann hefði ei uppstaðið,
í syndum væri mannkynið.
Dauðans illska og ofríki
yfir oss samt þá drottnaði.
 
Sem undir dauðans afl og makt
Adams fall hefur mannkyn lagt,
Krists svo upprisukraftur hreinn
kvittar og lífgar alla einn.
 
Eins sem Kristur af dauða reis,
upprisan er oss öllum vís.
Í sinni skikkan svo rís hver,
sem byrjað hefur Drottinn vor.
 
Ef engin væri upprisan,
ei þyrftum vér þá kross né smán
taka á oss, en týna hlíf,
tryðum vér ekki á annað líf.
 
Höfum til dæma hveitikorn,
hverju sáð er í akur vorn.
Deyr þar bæði, fúnar og frýs,
fagurt að vori þó upp rís.
 
Eins í gröfinni andað hold,
eyðist og snýst í duft og mold.
Af því lifnar líkami skær,
líf ævinlegt hjá Guði fær.
 
Hvað af holdlegu eðli var,
í gröf fúnar svo er ei par.
Andleg mynd verður af því þá,
sú ævinlega er Guði hjá.
 
Í sóma rís hvað sáð var snautt,
sælt og eilíft hvað fyrr var dautt.
Í gröf var lagt með öngvan mátt,
upp rís kröftugt á allan hátt.
 
Sem nú í heimi höfðum mynd,
holdlegs og dauðlegs nokkra stund,
eins hreppum mynd þess himneska,
hér eftir og hins eilífa.
 
Hold og blóð ekki eignast má,
arf Guðs ríkis því fúna á,
að svo umbreytist húð og hár,
heilög mynd verði ný og klár.
 
Ei deyjum vér þó allir hér.
Í augabragði umbreytumst vér,
við efsta lúðurs hæsta hljóð.
Hegði sér þar til kristin þjóð.
 
Og þreyi eftir þeirri stund.
Þolinmóð líti á þann fund,
þá koma vill Guðs sæti son.
Sælir þiggjum hans náðarlaun.
 
Þó mjög og jafnan mæði oss,
mótlæti heimsins, hryggð og kross,
guðlegri arfvon gleymum síst.
Gef oss það herra Jesú Krist.
 
Guð huggar sína helga þá,
svo hryggð og kvöl ei minnist á,
af þeirra augum þerrar tár,
það er sannasta sældarár.
 
Hjálpa oss veikum herra Guð,
héðan fyrir þjáning og nauð,
mættum ganga um mjóa hlið,
með þér lifa í dýrð og frið.
 
Eining og þrenning eilífa,
í fögnuði og sælu sjá,
með útvöldum og englahirð
ætíð syngi þér lof og dýrð.