A 089 - Ein andlig vísa um gagn og nytsemi Herrans Kristí uppstigningar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 089 - Ein andlig vísa um gagn og nytsemi Herrans Kristí uppstigningar

Fyrsta ljóðlína:Allir kristnir nú kátir sé
Höfundur:Erasmus Alberus
bls.bl. LVIIJv–LIXr
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Á eftir fyrirsögn stendur:
Má syngja svo sem: Ad Coenam Agni [providi].
Fyrir utan Sálmabók Guðbrands 1589 er sálmur þessi varðveittur í: sb. 1619, bl. 57–58; grallara 1594 (á uppstigningardag, eftir blessun) og öllum gröllurum síðan, og í s-msb. 1742.
Sálmurinn er þýðing á þýskum sálmi, „Nun freut euch, Gottes Kinder all“ (eða: „Freut euch, ihr Gottes Kinder all“) eftir Erasmus Alberus. Þýðingin þræðir frumsálminn nokkuð vel.
(Sjá: PEÓl: „Upptök sálma og sálmalaga í Lútherskum sið á Íslandi.“ Árbók Háskóla Íslands háskólaárið 1923–1924. Fylgirit. Reykjavík 1924, bls. 102).
Ein andlig vísa um gagn og nytsemd Herrans Kristí uppstigningar
Má syngja svo sem: Ad Coenam agni.

1.
Allir kristnir nú kátir sé.
Kristur með dýrð til himna sté.
Lof syngi þér, lof syngið hér.
Lof syngjum honum allir vér.
2.
Allur englaher himnum á
heiður guðligan Kristi tjá.
Hæst lof og dýrð sú fylking fróm
fagurt syngur með sætan róm.
3.
Að Guðs son sjálfur, Jesú Krist,
sannur maður er orðinn víst,
englar Guðs fagna af því mest,
unna oss þeirrar sæmdar best.
4.
Son Guðs til bjó oss samastað,
sönn hvíld vor ævinlig er það.
Lof syngið þeim, lof syngið þeim.
Lof syngið honum um allan heim.
5.
Arf í Guðs ríki eigum vér,
englum í sælu samlíker.
Með fögnuði þeir þetta sjá,
þakka með oss Guðs mildi þá.
6.
Óttast þurfum nú öngva kvöl,
andskota, dauða, synd né hel.
Son Guðs og Maríu sigurinn vann.
Sæmd þeirri ætíð heldur hann.
7.
Helgan anda hér ofan gaf,
hjartans friður þeim kemur af.
Hreystir oss fyrir heilög orð,
hættulaust gjörir djöfuls morð.
8.
Í frið og fögnuð eilífan
fróma kristni svo tilbýr hann.
Allir, sem trúa á Guðs son,
erfa þá heill og náðarvon.
9.
Hlýðni, von, trúin hrein og styrk
heilags anda er í oss verk.
Upplýsir hug og hörku fær,
í hryggð og kvöl oss stendur nær.
10.
Hvað guðleg tign á helgum kross
hefur útvegað fyrir oss,
því útskiptir Guðs andi sá.
Af því fræðari nefnast má .
11.
Son sinn hefur Guð hingað sent.
Hann fær öðruvís’ enginn kennt,
nema Guðs andi gefi þá mennt,
gjöri sjálfur vort hjartað hreint.
12.
Helgi andi af hæð oss fær
Herrans gáfur sem öðlunst vær.
Frá óvin hlífir oss allt um kring,
orkar þessa Krists uppstigning.
13.
Hvör mann Drottin af hug og sál
heiðra, lofa og þakka skal.
Með söfnuð engla syngjum dýrð,
svo hún verði í himna heyrð.
14.
Ó, Guð, vor faðir eilífi,
ævinlega í kristninni,
hæst lof, þökk, dýrð og heiður þér
af hjarta allir syngjum vér.
15.
Ó, Jesú, Guðs son eilífi,
alls mannkyns endurlausnari,
öll þín kristni með þakkargjörð
þér syngi jafnan lof og dýrð.
16.
Heilagi andi, Herra Guð,
huggari vor í allri nauð,
ævinligana þökkum þér.
Þig lofum og dýrkum allir vér.