A 063 - Einn hjartnæmur sálmur. Hvörninn maður skal réttilega hugleiða pínuna Kristí | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 063 - Einn hjartnæmur sálmur. Hvörninn maður skal réttilega hugleiða pínuna Kristí

Fyrsta ljóðlína:Syndugi maður sjá þitt ráð
bls.xliijr–v
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar
Einn hjartnæmur sálmur. Hvörninn maður skal réttilega hugleiða pínuna Kristí
Með tón: Halt oss, Guð, við þitt helga orð

1.
Syndugi maður, sjá þitt ráð!
segir vors herra, Jesú náð.
Gæt þess, í reiði Guðs þú ert
glataður, fær þó ei við því gjört.
2.
Eg var ljúfur að leysa þig,
líknargjarnan þér sýnda eg mig.
Kunnug var mér þín kvöl og sekt,
kostaði mig þín borgun frekt.
3.
Eg var hlýðinn til dauða allt,
illsku þinnar og synda galt.
Hugsa því vel að hlýðir mér,
Herra þinn aldreigi afræker.
4.
Eg leið mæðu og heimsins háð,
hefur mig þinna vegna þjáð,
svo fengir náð og friðargjöf,
frelsara þínum syngir lof.
5.
Eg var sleginn og særður mjög,
svo heill þú yrðir fyrir mig
og allar syndir varist vel,
verðir kvittur við eymd og kvöl.
6.
Eg var bölvaður birtur hér,
blessan eilíf svo veittist þér
og orð mitt hefði í þér stað,
alla hluti þér helgar það.
7.
Eg var bundinn og hraktur hér,
hjálpaði eg svo úr villu þér,
að á mér stæði öll þín trú,
ásjónu mína svo sjáir þú.
8.
Eg var hrakinn og húðstrýktur,
með háðung klæddur og krýndur,
negldur á krossinn, nakinn þó
og hryggiliga á honum dó.
9.
Eg gaf þar út mitt meinlaust blóð,
með því veittist þér kvittun góð.
Svo leysta eg af þér syndabann.
Satan, synd, dauða eg yfir vann.
10.
Synd, dauði, kvöl af Adam er,
en líf og náðin kom af mér.
Eva gekk leið sem gegndi verst,
gjörði eg míns föður vilja mest.
11.
Andskotanum rúm Eva gaf,
undan skildu tré át hún af.
Eg hékk útþaninn á krossins tré,
edik og gall þar smakkaðe.
12.
Sem Adam spilltur allur var,
um allt mitt líf var undir og sár.
Allar syndir sem Adam braut,
á mínu holdi eg borga hlaut.
13.
Bæt þig maður, og iðrast nú,
inn flý til mín með hreinni trú,
svo verðir þú kvittur syndir við,
sál þín og eilífan fær þá frið.