A 038 - Á umskurðarhátíð Jesú Kristí eður nýársdag. Barnasöngur* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 038 - Á umskurðarhátíð Jesú Kristí eður nýársdag. Barnasöngur*

Fyrsta ljóðlína:Jesú vor endurlausnari
bls.xx
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er eftir Michael Weisse (1488-1534), „O Christe [eða: Herr Christe], unsre Seligkeit“. Þýðingin er beint eftir frumsálminum...“. (PEÓl: Upptök, bls. 80). Sálmurinn er einnig í sb 1619 (bl. 20), sb 1671 (bl. 14), sb JÁ 1742 (bls. 31–32), sb 1751 (bls. 31–32), grallara 1607 (viðauka) og öllum gröllurum síðan og í s-msb (Prestavillu) 1742.
Á umskurðarhátíð Jesú Kristi eður nýársdag -
Barnasöngur.
Við tón: Ofan af himnum et ct.

1.
Jesú vor endurlausnari,
eftir Moyses lögmáli,
á átta degi umskorinn
upp frá því þú varst í heim borinn.
2.
Sú úthelling þíns helga blóðs
hér var fyrst mannkyni til góðs;
lagðir þig undir lögmálið,
lést svo þess bölvan á þig með.
3.
Svo að oss leystir syndum frá,
sjálfur gekkst undir byrði þá.
Hér fyrir Jesús heitir þú
heill vor eilíf og lausnin trú.
4.
Umsker þú, herra, hjörtu vor,
hreinsa þau vel af syndasaur
sem þínum vilja sækja mót
og Satan vildi ei fengi bót.
5.
Gef oss þín boð að geyma rétt,
gæt vor við heimsins slægð og prett,
að vel uppbyrjum árið nýtt,
elskum og höldum orðið þitt.
6.
Ónýt er mennt og öll vor verk,
af því gef oss náð og styrk,
svo að þín kristni um allan heim
eilíft syngi þér lof. Amen.

* Þetta er bæði bálksheiti (þ.e. sálmar „Um umskurn Herrans Kristí“) og nafn á fyrsta sálminum í þessum bálki.