Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ó, Jesú Kriste, sá eð manndóm tókst

Fyrsta ljóðlína:Ó, mildi Jesú sem manndóm tókst
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccB
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er upphaflega sænskur, ortur af öðrum hvorum bræðranna Olaus Petri presti í Stokkhólmi (d. 1552) eða Laurentius Petri biskupi í Uppsölum (d. 1574). Sálmurinn var fljótt þýddur á dönsku: O, Jesu Christ, som Mandom tog (Cl. Mortensön 1529) og er á báðum málum 5 erindi. Gísli biskup þýddi sálminn einnig og er hann hjá honum 5 erindi. Í Sálmabók Guðbrands 1589 er hann 6 erindi (3. erindi umfram) og giskar Páll Eggert á að sú þýðing sé ættuð frá Ólafi Hjaltasyni en allt er óvíst um bók hans. Sálmurinn var svo tekinn upp í grallara 1594 og seinni sálmabækur og er þar þýðing mikið breytt og hann alls staðar bara fimm erini. (Sjá PEÓl: Upptök, bls. 69--70)

1.
Ó, mildi Jesú sem manndóm tókst
í Máríu meyjar kviði,
heillir þeim og hjálpræði jókst,
hvörjir sem á þig tryði.
Rétt hjartans elska þig þar til dró.
Því höfum vér allir gleði og ró,
so úti er allur kvíði.

2.
Yfir oss vildir aumka þig,
því öll voru ráðin töpuð.
Djöfullinn gjörði oss dár og svik,
það djúpa helvíti stóð opið.
Þú sást þá eymd og sáru neyð,
fyrir syndina var oss búin deyð
og afmynduð öll Guðs sköpun.

3.
Þau Satans verk í veröldu hér
þú vildir ei lengur líða,
að hann drægi oss so með sér,
sjálfur því fórstu að stríða.
Þú komst hingað í heiminn niðr,
hvar af oss gjörðist eilífur friðr
fyrir þinn dýran dauða.

4.
Þú bauðst oss að halda helga trú
og hvergi frá að reika.
Hræðilig er hættan sú,
hvenær sem hún gjörir að skeika.
Upplýs nú vor hjörtu, hug og sinn,
so að höldum vér oss við lærdóm þinn.
Styrk þú vora trú veika.

5.
Vor bróðir ertu orðinn kær,
oss til gleði og æru
og vilt að eilífu vera oss nær,
villir vér annars færum.
Eru ei þessi umskiptin góð,
vér eigum Krist fyrir réttan bróðr?
Hver má oss héðan af kæra?

6.
Lof eilíft syngjum allir þér,
sem oss Guðs náð auglýster
og börn Guðs nefnunst blessuð vér,
bróðir vor, ó, Kriste.
Því sé hver af hjarta glaðr
og heiðri Guð, bæði kvinna og maðr.
Lof sé þeim sem oss leyste.
Amen.

(Sálmabók Guðbrands 1589, bl. VIIIr–v)