Í upphafi fyrir sitt eilíft orð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í upphafi fyrir sitt eilíft orð

Fyrsta ljóðlína:Í upphafi fyrir sitt eilíft orð
bls.130–133
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccddB
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

LVIII. Psalm. Söngvísa út af fyrsta capitula Genesis bókar.
Tón: Óvinnannleg borg er vor Guð, ct.
1.
Í upphafi fyrir sitt eilíft orð
almáttugur Guð skapti
himin og líka hér með jörð
af hreinum guðdómskrafti,
fagurt ljós, firmament,
flóð og þurrlendið hent,
gras, jurtir, grænkuð tré,
gaf þeim og *frjóseme
með ilm og aldinsafti.
2.
Sól, tungl og stjörnur setti hann
sjálfur á festing skæra,
fuglinn so líka léttfæran,
um loftið kann sig hræra,
í flóði fiskakyn,
fénað og dýrin hin,
skepnur skríðandi um fold;
skapti síðast af mold
manninn og kvinnu kæra.
3.
Himinninn klár og hýr þá var,
hreinan gefandi ljóma,
jörðin án mæðu ávöxt bar
með alls kyns aldinblóma;
skepnurnar allar eins
ei kenndu nokkurs meins;
maðurinn hafði um heim
herradóm yfir þeim
í sælu réttlætis sóma.
4.
Svo er nú drottins orðið eitt,
sem öllu við makt heldur,
án þess aðgjört er ekki neitt;
almættið hans því veldur.
Það orðið eilíft er,
allt gott færir með sér.
Hvör sig þar heldur við
hreppir eilífan frið.
Gleðst þar af hugur hrelldur.
5.
Jesús er eilíft orðið það,
einkalausnarinn góði,
fyrir hvörn að allt er skapað
afléttir sorgarmóði.
Hann öllu heldur við,
hann gefur sannan frið,
hann slítur hryggðarbönd,
hann bætir meinin vönd.
Fögnum þeim friðarsjóði.
6.
Jesús er gleði eilíf ein
öllum þeim á hann treysta.
Hann er sú besta bótin hrein,
bönd syndaranna afleysta,
vor bótin best til sanns,
bæn heyrir syndugs manns.
Hann bætir böl og þrá,
burt sviptir hryggðum frá,
gefandi náðarneista.
7.
Ó, hvað oft verð eg orðlaus hér,
eymdir mínar því valda.
Líknarorð, Jesús, leggðu mér,
lát mig ei synda gjalda.
Gleð þú mitt sorgar sinn,
sætasti Jesús minn.
Láttu mig þjóna þér
með þýðri lofgjörð hér
nú og um aldir alda.
Amen.


Athugagreinar

*1.8 frjóseme] < friöfseme 208.