Brot | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brot

Fyrsta ljóðlína:Þér varð heimska, hugsun þín var lág
bls.267
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) aBBaaCCa
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) aBBaaOa
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1912
Þér varð heimska, hugsun þín var lág,
hér á jörð við farsæld manna bundin,
fegurð lífs og lista að hver stundin
færði unað, glæddi göfga þrá.
Festir sjaldan sjónir himni á,
svipheim þann sem rúmar alla drauma
vondra manna og vesalingsins auma.
Ríki guðs þú gleymdir um að spá.

Grunnt þú ristir, marks þú hefir misst,
máð er sport þitt söguþulnum fróða,
niðr’í afrök ófrægustu þjóða
sem þú vannst og viljugt hefir gist,
Keyptir á þig orð sem verður styst
uppi til að manna heimska sóða.
Hví þá ekki með þeim fremstu fyrst?