Minn friður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Minn friður

Fyrsta ljóðlína:Minn friður er á flótta
bls.180
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Undir fyrirsögn stendur: (Eftir enskum sálmi) og merkir það líklega að það sé annað hvort bein þýðing eða Matthías hafi stuðst við enskan sálm er hann samdi sinn.
1.
Minn friður er á flótta,
mér finnst svo tómt og kalt;
ég geng með innri ótta,
og allt mitt ráð er valt.
Ég veit ei, hvað mig huggi,
og hvergi sé ég skjól;
mér ógnar einhver skuggi,
þótt eg sé beint við sól.
2.
Ég spyr mig: hvert skal halda?
en hvergi flýja má;
ég hrópa: hvað skal gjalda?
því hvergi neitt ég á.
Því stenst minn styrkur eigi,
sem stormi lostin björk
mitt höfuð þreytt ég hneigi
á hryggðar eyðimörk.
3.
Þó lýsir líknarvonin,
ég lyfti trúar staf;
ég er í ætt við soninn,
sem eta girntist draf.
Ég sé mitt frelsi, faðir,
ég fylgi sveini þeim;
ég þekki ráðið, það er:
til þín að hverfa heim.
4.
Þú breiðir arma bjarta
og barnið faðmar þitt,
ég finn þitt heita hjarta,
og hjartað fagnar mitt.
Ég vil ei við þig skilja,
ég vel þitt náðar-skjól;
mitt veika líf er lilja,
þín líkn er hennar sól.