| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8851)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Skýringar

ÞB flutti vestur um haf og tók sér þar bólfestu. Hann tók sér höfundarnafnið Þorskabítur. Hann gaf út eina ljóðabók og tek ég hér sem sýnishorn fáeinar vísur úr eftirmælum eftir Árna Sveinbjörnsson, bónda á Oddsstöðum í Lundarreykjadal.(SigHalld.)
1.
Foringinn snjall í fríða dalnum
form sem karlmennskunnar bar
liggur fallinn lágt í valnum
lýkur allra sögu þar.
2.
Þú varst alinn upp við svala
andrúms sala loftið nóg
þar sem dala dís við smala
draumblíð hjalar vors í ró.
3.
Unglingarnir oft sér blanda
unaðskjarna lyfin þar.
Nautnagjarn varst og í anda
ástabarn og fegurðar.
4.
Oft um fríðu fjöllin gekkstu
frjáls hvar líður blær um kinn
þar í hlíðarfaðmi fékkstu
fyrst hugprýði og manndóm þinn.
5.
Þú ert genginn góður drengur
gröfin fengið hefur sitt.
Heims á vengi lífsins lengur
lítur enginn blómið þitt.