| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8850)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19


Tildrög

Sigurður Jónsson frá Brún var eitt sinn staddur á árshátíð hestamannafélagsins Fáks. Um þær mundir átti Sig. hryssu sem hann kallaði Össu. Er hann hafði horft á dansinn um stund, bar þar að Kristján Samsonarson frá Bugðustöðum og lét Sig. hann heyrið eftirfarandi stef:
Mér leiðist og blöskrar þetta þóf
ég þreytist á kjaftasuðu.
Þær dansa betur sem hafa hóf
en hryssurnar stígvéluðu. Sig. J frá Brún
Kristján svaraði:
Hann á móti hér í Vík
heyrði ljóta kliðinn
engin snót var Össu lík
upp á fótasiðinn.

Heyrði löngum hófasköll
hefja söng og bragi.
Mat því föngin unaðs öll
eftir göngulagi.

Allar vísurnar eru á Skagfirðingavef en ótengdar og þriðja hending þar er:
engin snót var Ástu lík
Mér leiðist og blöskrar þetta þóf
ég þreytist á kjaftasuðu.
Þær dansa betur sem hafa hóf
en hryssurnar stígvéluðu.